Steven Van De Velde er keppandi í strandblaki og mun keppa fyrir hönd Holland á Ólympíuleikunum i París.
Þetta væri ekki í frásögur færandi ef að Van De Velde væri ekki einnig dæmdur barnaníðingur en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi árið 2016 fyrir að nauðga 12 ára barni.
Árið 2014 flaug Van De Velde til Englands í þeim tilgangi að hitta 12 ára barn sem hann hafði kynnst á Facebook. Þegar til Englands var komið nauðgaði hann barninu og var dæmdur í fangelsi fyrir brotið.
Van De Velde sat í fangelsi í einungis eitt ár en mun vera á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Englandi til æviloka.
Þrátt fyrir þetta segir New York Post að Hollenska Ólympíunefndin (NOC) og Hollenska Blaksambandið (NSF) standi við ákvörðun sína og munu leyfa Van De Velde að keppa fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum.