Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt aðili sem sýndi af sér ógnandi hegðun en samkvæmt embættinu á þessi einstaklingur sér sögu um vopnaburð og ofbeldi og „því var hann tryggður af lögreglu og færður í handjárn“ eins og segir í dagbókinni sem heldur utan um verkefni lögreglunnar frá því 17:00 í gær til 05:00 í morgun.
Þá kemur einnig fram að umræddur aðili hafi sýnt mikla mótspyrnu og að hann hafi ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu.
„Aðilinn sefur nú í fangaklefa þar til hann verður yfirheyrður.“
Þá voru tveir fíkniefnasalar handteknir, grunaðir um sölu og dreifingu en samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru meint fíkniefni haldlögð og skýrsla rituð um málið.
Önnur verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru eftirfarandi – skipt niður eftir hverfum:
Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær
Tveir aðilar handteknir, grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Meint fíkniefni haldlögð, skýrsla rituð um málið.
Ökumaður stöðvaður eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi. Ökumaður neitaði fyrir brotið, skýrsla rituð.
Aðili handtekinn þar sem hann sýndi af sér ógnandi hegðun, aðilinn á sögu um vopnaburð og ofbeldi og því var hann tryggður af lögreglu og færður í handjárn. Aðilinn sýndi mikla mótspyrnu og fór ekki eftir fyrirmælum. Aðilinn sefur nú í fangaklefa þar til hann verður yfirheyrður.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær
Ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur þar sem mældur hraði reyndist vera 157 km/klst. þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hefðbundið sýnatökuferli, skýrsla rituð um brotin.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja.
Ökumaðurinn reyndist sviptur ökurétti. Hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
Tilkynnt er um fimm grímuklædda aðila sem brjóta útidyrahurð að heimili tilkynnanda rétt eftir miðnætti. Aðilarnir yfirgáfu vettvang á bifreið sem lögregla stöðvaði stuttu seinna. Allir farþegar í bifreiðinni handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna gruns um þjófnað og húsbrot. Málið er í rannsókn.
Ökumaður sektaður fyrir of hraðan akstur 81 km/klst. þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.
Ökumaður játar brot, afgreitt með vettvangsformi.
Ökumaður handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíknefna og lyfja. Laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.