Auglýsing

Afstaða hrósar nýrri og stórbættri heimsóknaraðstöðu fyrir fjölskyldur á Litla-Hrauni – Myndir

Afstaða er félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun og þar á bæ hefur verið mikil áhersla á aðhald um fangelsismál á Íslandi.

Árið 2012 var svokallað Barnakot opnað á lóð fangelsisins og stórbætti það aðstöðu sem fangar höfðu til að taka á móti börnum sínum og fjölskyldu.

12 árum seinna var aðstaðan hins vegar orðin gömul og lúin og sannarlega kominn tími á endurnýjun.

Nýlega var sett upp svokölluð gámabyggð en í henni eru sex heimsóknarherbergi og tvö ný Barnakot og eftir skoðunarferð um svæðið lýsti Afstaða hrifningu á aðstöðunni sem þau segja vera hreinlega, snyrtilega og með góðu umhverfi fyrir slíkar heimsóknir.

Taka skal þó fram að þetta er einungis tímabundin aðstaða því nú standa yfir miklar framkvæmdir á Litla-Hrauni og á nýtt fangelsi að vera tilbúið þar árið 2028 þar sem heimsóknaraðstaða á að verða enn betri.

Afstaða endar svo á að hrósa Fangelsismálastofnun fyrir þetta framtak.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar af myndunum frá svæðinu en ef þú vilt sjá allar myndirnar geturðu skoðað þær á Facebook síðu Afstöðu.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing