Svört bifreið stendur nú í ljósum logum við Rauðavatn í Reykjavík eftir umferðarslys en samkvæmt sjónarvottum virðist ökumaður hennar hafa ekið út af veginum. Miðað við bremsuförin var bifreiðin á leiðinni austur fyrir fjall – í átt að Hveragerði. Ekki er vitað um slys á fólki eins og staðan er núna.
Myndirnar og myndskeiðið var tekið af sjónarvotti sem segir töluverðan viðbúnað á vettvangi – þar séu núna fjöldi lögreglu- sjúkra og slökkvibíla.
UPPFÆRT 21:43 – Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ökumaður bifreiðarinnar einn í bílnum og er særður. Ekki er þó vitað hversu alvarlega eins og staðan er núna. Bifreiðin valt nokkrum sinnum en á ljósmyndum af vettvangi má sjá bremsuför sem ná frá einum vegarhelmingi, yfir á annan og svo út í móa.