Auglýsing

Frægur útvarpsmaður í Bretlandi numinn á brott og pyntaður til dauða á veitingastað í miðborg Lundúna

Vinsæll plötusnúður og útvarpsmaður í Bretlandi var numinn á brott og pyntaður til dauða af hópi „sadískra óþokka“ áður en þeir skildu líkið hans eftir í skógi. Málið hefur vakið mikinn óhug í Lundúnum og í raun víðar á Bretlandi en það er nú fyrir dómi. Það er breski fréttamiðillinn Mirror sem greinir frá.

Lík hins 43 ára gamla Alpergin, sem var áberandi í samfélaginu í Lundúnum og með tengsl við P Diddy og fræga kokkinn ‘Salt Bae’, var síðar fleygt í skóg í Loughton, Essex.

Útvarpsmaðurinn Koray Alpergin var á göngu heim frá veitingastað í Mayfair með kærustu sinni, Gozde Dalbudak, þegar þau voru bæði numin á brott í miðborg Lundúna í október 2022. Alpergin, sem er vel þekktur útvarpsmaður og eigandi tyrknesku útvarpsstöðvarinnar Bizim FM, var fluttur á veitingastað nálægt Tottenham Hotspur leikvanginum á White Hart Lane þar sem honum voru veittir 94 mismunandi áverkar.

Kærastan læst inni á klósetti í tvo sólarhringa

Kærasta Alpergin, hin 34 ára gamla Gozde Dalbudak, var á meðan læst inni á salerni veitingastaðarins í tvo sólarhringa. Lík hins 43 ára gamla Alpergin, sem var áberandi í samfélaginu í Lundúnum og með tengsl við P Diddy og fræga kokkinn Salt Bae, var síðar fleygt í skóg í Loughton, Essex. Maður á göngu með hundinn sinn fann nakinn líkama Alpergin en réttarmeinafræðingur sem bar vitni við réttarhöldin – sem enn standa yfir – sagði útvarpsmanninn hafa hlotið 14 brotin rifbein, alvarleg höfuðmeiðsli, meiðsli á hálsinum og meiðsli á kynfærum.

Þá kom einnig fram fyrir dómi að fjórir menn voru sakfelldir í desember á síðasta ári vegna brottnámsins á meðan tveir flúðu Bretland og eru enn á flótta. Tveir til viðbótar eru nú fyrir dómi, ákærðir fyrir að taka þátt í brottnáminu og morðinu.

Kærasta Alpergin, hin 34 ára Gozde Dalbudak, var læst inni á klósetti veitingastaðarins á meðan Alpergin var pyntaður til dauða.

Rænt í miðborg Lundúna

Isay Stoyanov, 43 ára, og Dylan Weatherley, 20 ára, eru ákærðir fyrir morðið á Alpergin, tvö brottnám og tvær frelsissviptingar en þeir neita sök. Kviðdómendur voru upplýstir um að annar maður, Kyle Mitchell-Peart, 31 árs, hafi játað tvö brottnám og tvær frelsissviptingar.

Crispin Aylett, KC, saksóknari, sagði dómnum á mánudaginn: „Kvöldið fimmtudaginn 13. október 2022, sem er fyrir tæpum tveimur árum síðan, fóru fórnarlömbin í þessu máli, Mehmet Koray Alpergin og kærasta hans, Gozde Dalbudak, á dýran veitingastað í Mayfair í miðborg Lundúna. Þegar Koray Alpergin steig út úr Audi bíl sínum, hljóp maður að honum. Þessum manni fylgdu þrír aðrir og þó að herra Alpergin reyndi að flýja, náðu þeir honum fljótt.“

„Árla morguns þennan umrædda laugardag var Renault Megane ekið til Loughton í Essex. Þar var nöktum líkama Koray Alpergin fleygt í skóginn. Nokkrum klukkustundum síðar fann maður á göngu með hundinn sinn líkið.“

„Hann var þvingaður í hvítan sendibíl sem var lagt skammt frá. Fröken Dalbudak hafði verið eftir í bílnum, hún sagði síðar lögreglunni að hún hefði heyrt slagsmálahljóð. Grímuklæddur maður birtist við gluggann á bílnum, hann var með hníf og sagði fröken Dalbudak að gefa ekki frá sér hljóð.“

Troðið inn í hvítan sendibíl

Aylett bætti við: „Hún steig út úr bílnum og hann leiddi hana yfir í sendibílinn. Sendibílnum var ekið burt með herra Alpergin og fröken Dalbudak í aftursætinu.“

Saksóknari telur að ekki færri en átta menn hafi ekið í tveimur ökutækjum, hvítum sendibíl og Volkswagen Polo.

„Farþegar þessara tveggja ökutækja biðu eftir Audi bíl herra Alpergin. Fjórir menn voru sakfelldir fyrir brottnámið á Koray Alpergin og Gozde Dalbudak. Tveir aðrir menn hafa flúið land og eru taldir vera í Tyrklandi. Sjöundi maðurinn var Kyrie Mitchell-Peart.“

Kviðdómendur heyrðu að eftirfararbúnaði hefði verið komið fyrir í bifreið útvarpsmannsins sem gerði hópnum kleift að fylgjast með honum. Eftir að hafa beðið og rænt bæði herra Alpergin og fröken Dalbudak, óku bílarnir tveir aftur til Tottenham-svæðisins og komu þangað um klukkan 23:20 um kvöldið. Sendibíllinn fór niður stíg sem tengdist bakenda veitingastaðar sem heitir Stadium Lounge.

Mynd frá veitingastaðnum Stadium Lounge, aðeins nokkrum metrum frá heimavelli Tottenham Hotspurs í Lundúnum.

Maður á göngu fann illa farið líkið

„Það var hér, í Stadium Lounge, sem Koray Alpergin var myrtur,“ hélt Aylett áfram. „Varðandi Gozde Dalbudak, þá eyddi hún næstum tveimur dögum lokuð inni á salerni í Stadium Lounge. Dyrum á salerninu var lokað með stórum ísskáp. Ekki fyrr en seint á laugardaginn var fröken Dalbudak sleppt.“

Þá hélt saksóknari áfram.

„Árla morguns þennan umrædda laugardag var Renault Megane ekið til Loughton í Essex. Þar var nöktum líkama Koray Alpergin fleygt í skóginn. Nokkrum klukkustundum síðar fann maður á göngu með hundinn sinn líkið.“

Sadískir óþokkar

Krufning leiddi í ljós eðli meiðslanna sem herra Alpergin varð fyrir – um var að ræða marga skurði og marbletti, stungusár á iljum beggja fóta og brunasár á húð hans auk alvarlegri höfuð-, brjóst- og hálsmeiðsla.

Aylett saksóknari bætti við:

„Vegna fjölda og eðli meiðslanna telur saksóknari að það sé ekki erfitt að ímynda sér hóp sadískra óþokka meiða, hvort sem það var með höggum og spörkum, að slá hann með kylfu, brenna hann með sjóðandi vatni eða stinga hann í fætur. Eina miskuninn, ef miskunn skyldi kalla, var sú að meinafræðingurinn telur að Koray Alpergin hefði ekki getað lifað af þessi hræðilegu áverka lengi og alls ekki lengur en í nokkrar klukkustundir.“

Þá fengu kviðdómendur að heyra hvernig Alpergin hafði átt von á vandræðum um tíma. Aðeins nokkrum dögum fyrir morðið, eða 24. september 2022, var hann og vinur hans á leiðinni heim til Alpergin.

Átti von á einhverju slæmu

Útvarpsmaðurinn á að hafa sagt vini sínum að bíllinn hans væri að gefa frá sér „undarleg hljóð“ en vinur hans spurði þá á móti: „Ertu viss um að það sé ekki búið að koma fyrir einhverjum búnaði í bílnum þínum?“

Það kom svo síðar í ljós að eftirfararbúnaðurinn var settur í bílinn daginn áður. Þegar vinur hans var að fara síðar um kvöldið bað Alpergin hann að láta sig vita ef hvítur sendibíll væri lagt fyrir utan heimili hans.

„Koray Alpergin hlýtur að hafa haft einhverja hugmynd um hvað væri í vændum fyrir hann,“ sagði Aylett.

Réttarhöldin halda áfram en Mirror hefur ítarlega fjallað um málið og fylgist vel með gangi máli.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing