Auglýsing

Blindfullur ljósmyndari tók myndir af fólki í Reykjavík en var svo handtekinn

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna aðila sem var undir áhrifum áfengis að taka ljósmyndir af fólki og ónáða það. Þegar lögregla kom á vettvang viðurkenndi einstaklingurinn að vera undir áhrifum áfengis.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem nær yfir verkefni embættisins á höfuðborgarsvæðinu frá 17:00 í gær og þar til 05:00 í morgun.

Samkvæmt henni var blindfulla ljósmyndaranum gefin fyrirmæli um að yfirgefa vettvang, sem hann gerði ekki í fyrstu, hann kastaði mun í lögreglu og var því handtekinn og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing