Auglýsing

Óvenjumargar bílveltur á höfuðborgarsvæðinu

Sumir láta sér ekki segjast og að því komst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að í gær þegar hún handtók einstakling sem ók bifreið í fjórða skiptið án allra ökuréttinda. Samkvæmt embættinu var málið afgreitt á vettvangi með skýrslugerð en viðkomandi var allsgáður. Það er samt ekki nóg, þú þarft að vera með ökuskírteini til að aka bifreið á Íslandi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 56 málum á milli 17:00 í gær og til 05:00 í morgun en verkefni embættisins voru jafn mismunandi og þau voru mörg. Þar voru nokkrir sem keyrðu bifreið ýmist án ökuréttinda eða undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá voru tvær bílveltur á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast ansi óvenjulegt yfir tólf klukkutíma tímabil.

Einn á móti rauðu

Einn þeirra er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu umferðarljósi og misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt. Lögregla fór á vettvang og rannsakaði umferðarslysið. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans en ekki fylgdi dagbókarfærslunni hver líðan ökumannsins var.

Þá var tilkynnt var um bílveltu rétt fyrir miðnætti. Eignatjón og minniháttar slys á ökumanni, líðan er þó óþekkt þegar tölvupóstur þessi er ritaður. Ökumaður fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku en bifreiðin var dregin af dráttarbifreið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing