Auglýsing

Höfundur Harry Potter er að missa sig á samfélagsmiðlum yfir umdeildum hnefaleikabardaga á Ólympíuleikunum

Hinn heimsfrægi rithöfundur J.K. Rowling er bókstaflega að missa sig á samfélagsmiðli Elon Musk sem eitt sinn hét Twitter en heitir nú X. Höfundur Harry Potter-bókanna vinsælu er engan vegin sátt við að nefnd á vegum Ólympíuleikanna hafi leyft Imane Khelif að keppa í hnefaleikum kvenna og gefur lítið fyrir þær skýringar að Khelif sé „intersex með DSD“ sem á íslensku þýðir „ódæmigerð kyneinkenni.“

„Hugmyndin um að þeir sem mótmæla því að karl slái konu í nafni íþróttar geri það vegna þess að þeir trúi að Khelif sé „trans“ er brandari. Við mótmælum því vegna þess að við sáum karl slá konu.“

Rowling hefur verið óhrædd við að tjá skoðanir sínar á samfélagsmiðlum og hefur hinum ýmsu baráttuhópum gengið illa að fá henni slaufað (e. canceled) vegna ummæla hennar í gegnum tíðina.

Hún er sögð með ódæmigerð kyneinkenni en Rowling gefur lítið fyrir það og segir hana hafa svindlað.

Hvergi nærri hætt að tjá sig

Hún hefur verið að síðan í gærdag á samfélagsmiðlinum X og því ljóst að engin Harry Potter-bók er í smíðunum – að minnsta kosti ekki þessa dagana ef marka má þann fjölda „tísta“ sem hún hefur sent frá sér vegna eins umdeildasta hnefaleikabardaga í sögu Ólympíuleikanna. Hún svaraði til að mynda Kirsty Burrows sem er yfirmaður íþróttaöryggis á vegum Ólympíuleikanna og sagði hana skömm.

„Ung hnefaleikakona hefur verið svipt öllu því sem hún hefur unnið að og þjálfað fyrir því þú leyfir karlmanni að stíga inn í hringinn með henni. Þú ert skömm og „öryggisráðstafanir“ þínar eru djók og #París24 verður ávallt flekkað af hrikalegu óréttlæti sem Carini var beitt,“ segir J.K. Rowling og vísar þar til hinnar ítölsku Angela Carini sem fór á hnén og grét þegar aðeins 46 sekúndur voru liðnar af bardaganum. Carini þessi sagðist aldrei á ævinni hafa fundið fyrir eða fengið á sig jafn þung högg og í bardaganum í gær.

Svaraði Anonymous fullum hálsi

Þá bætti hún um betur og tísti mynd af Carini og Khelif eftir bardagann í gær og sagði:

„Gæti einhver ljósmynd súmmerað betur upp hina nýju réttindabaráttu karla? Brosið á karlmanni sem veit að hann er verndaður af kvenfjandsamlegu íþróttasambandi nýtur þess að horfa á eymdina hjá konunni sem hann er nýbúinn að kýla í hausinn og þar með eyðilagt alla hennar lífsins drauma.“

Fjölmargir taka undir með skapara Harry Potter sem gefur lítið fyrir þær útskýringar að Khelif hafi í raun fæðst sem kona en sé með heilkennið „ódæmigerð kyneinkenni.“ Rowling er hvergi nærri hætt en fyrir tæpum hálftíma svaraði hún tísti frá engum öðrum en hinum umdeildu og leynilegu Anonymous-samtökum. Opinber samfélagsmiðlareikningur Anonymous tísti og sagði að Khelif ætti að lögsækja alla þá sem hafa sagt að hún væri trans.

Hin ítalska Angela Carini brast í grát eftir að hafa fengið tvö högg frá Khelif.

„Hugmyndin um að þeir sem mótmæla því að karl slái konu í nafni íþróttar geri það vegna þess að þeir trúi að Khelif sé „trans“ er brandari. Við mótmælum því vegna þess að við sáum karl slá konu,“ skrifaði Rowling sem virðist ekki hrædd við neinn – ekki einu sinni Anonymous en „samtökin“ hafa alltaf fyllt þá sem fyrir þeim verða af ótta og kvíða.

Ekki sér fyrir endann á eftirköstum bardagans sem hefur vakið athygli víða og fjallað hefur verið um í nánast hverju einasta landi í heiminum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing