Auglýsing

Blautur draumur margra Íslendinga verður að veruleika á næsta ári

Draumur fjölmargra Íslendinga verður að veruleika á fyrri hluta næsta árs þegar kaffihúsakeðjan Starbucks opnar hér landi, nánar tiltekið í Reykjavík. Það er fyrirtækið Berjaya Food International sem stendur að opnuninni en Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja í heimi og rekur tæplega fjörtíu þúsund slík kaffihús í 86 löndum.

Morgunblaðið greindi frá því um helgina að Berjaya Food International hafi tryggt sér rekstrarréttinn á Íslandi, í Danmörku og Finnlandi en í tilkynningu sem íslenski miðillinn fékk kemur fram að fyrirtækið ætli sér stóra hluti í norrænu ríkjunum þremur þegar það kemur að Starbucks.

„Í svari BFI við fyrirspurn Morgunblaðsins segir enn fremur að þessi stækkun á starfseminni sé stór áfangi fyrir fyrirtækið. Það komi nú þegar að rekstri hótela á Íslandi. Gefi sá rekstur þeim betri innsýn inn í markaðinn hér þegar kemur að opnun kaffihúsa¬keðjunnar“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing