Auglýsing

Einhverfur drengur sem kallaður er „Skrímslið“ fékk fimm ára dóm – MYNDBAND

Einhverfur drengur fékk fimm ára fangelsisdóm í Flórída-fylki í Bandaríkjunum eftir hrottalega árás á aðstoðarkennara í Matanzas-grunnskólanum í Palm Coast. Brendan Depa, sem var 17 ára þegar árásin átti sér stað, hefur verið kallaður „Skrímslið“ í fjölmiðlum vestanhafs en þessi 122 kílóa drengur er tæplega tveir metrar á hæð.

Upptaka náðist af árásinni en þar sést Brendan grípa utan um háls hinnar 59 ára gömlu Joan Naydich og henda henni í jörðina en höggið varð til þess að gera Joan meðvitundarlausa. Það stöðvaði ekki Brendan sem lét höggin dynja á Joan en samkvæmt dómnum sem drengurinn fékk þá sló hann kennara sinn samtals fimmtán sinnum í höfuð og bak.

Nintendo Switch kveikjan að árásinni

Kveikjan að árásinni var sú að aðstoðarkennarinn tók af honum Nintendo Switch-leikjatölva sem hann hafði með sér í skólann. Brendan játaði ekki sök en árásin átti sér stað í október á síðasta ári og átti dómur í málinu upphaflega að falla í maí síðastliðnum en dómari seinkaði réttarhöldunum til þess að geta fengið vitnisburði frá fleiri vitnum. Áhrifaríkasti vitnisburðurinn, að mati fjölmiðla vestanhafs, var frá aðstoðarkennaranum sjálfum.

„Það sem Brendan Depa gerði mér þennan dag varð til þess að ég missti það starf sem ég hafði verið í í næstum 19 ár. Í kjölfarið fór fjárhagslegt öryggi mitt og ég missti allar heilbrigðistryggingarnar mínar.“

Áverkar hennar innihéldu fimm brotin rifbein, heilahristing og heyrnartap. Myndir sem voru gefnar út eftir árásina sýna skurði á kinn, marbletti umhverfis augu, eitt blóðugt auga, dæld í nef og rifur aftan á eyra.

Vildi að drengurinn fengi 30 ára dóm

Naydich sagði að verstu áverkar væru innvortis og að árásin hefði haft djúpstæð áhrif á hugræna getu hennar.

Naydich, sem er tveggja barna móðir, hafði kallað eftir því að unglingurinn sem réðst á hana yrði dæmdur og fengi hæstu mögulegu refsingu eða 30 ára fangelsi. Ákvörðun dómarans að dæma Brendan í aðeins fimm ára fangelsi er sögð tengjast vitnisburði frá móður hans og þeim rökum frá verjendum hans að skólayfirvöld hafi vitað nákvæmlega hvað það væri sem gæti „triggerað“ reiðisköst drengsins.

„Ég hafði sagt skólanum að hungur væri kveikja, hávaði væri kveikja, að fá neitun væri kveikja, að vera leiðréttur fyrir framan aðra væri kveikja, og rafeindatækni var stór kveikja,“ sagði hún í vitnastúkunni.

Lögfræðingar drengsins lögðu fram málsókn gegn skólayfirvöldum við sama tækifæri og saka þau um vanrækslu en í þeirri málsókn var Brendan lýst sem „tifandi tímasprengju.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing