Auglýsing

Sló öll met á Íslandi þegar hann át tæp 10 kíló af mat á mettíma – MYNDBAND

Á Íslandi er hægt að taka þátt í tveimur „átkeppnum“ ef svo mætti að orði komast en um er að ræða mörg kíló af mat sem viðkomandi þarf að klára á innan við 60 mínútum. Tveir veitingastaðir bjóða upp á slíkar keppnir en þeir eru 2Guys og Gastro Truck. Það er ekki beint hægt að segja að þessar keppnir séu vinsælar á meðal Íslendinga en það er ekki hægt að segja það sama um erlenda ferðamenn.

Fjöldi þeirra hefur reynt við bæði hamborgarafjallið á 2 Guys og eina þyngstu samloku landsins á Gastro Truck en hægt er að sjá fjölmörg myndskeið á YouTube þess efnis. Nútíminn greindi frá einu slíku myndskeiði í febrúar en þá komu hingað til lands bandarísk hjón sem eru atvinnumenn í átkeppnum. Þau skoruðu á íslenska fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, þar sem markmiðið var að borða tvö og hálft kíló af hamborgurum og frönskum á 2 Guys veitingastaðnum. Keppnin er þannig að viðkomandi verður að ná að klára risastórt fjall af hamborgurum og frönskum á innan við klukkutíma.

Íslenska fjallið keppnir gegn atvinnumönnum í áti: Tvö og hálft kíló af hamborgurum og frönskum

Komst í sögubækur 2Guys

Til að gera langa sögu stutta þá tókst þeim ekki að klára matinn á innan við klukkutíma. Það hafði í raun engum tekist…eða að minnsta kosti ekki þar til fyrir þremur vikum síðan. Þá kom hingað til lands Adam Moran sem er betur þekktur undir nafninu BeardMeatsFood. Sá er einnig atvinnumaður í átkeppnum, er 39 ára gamall og kemur frá Leeds á Bretlandseyjum. Hann fór létt með þessa keppni á 2Guys og er sá eini í heiminum sem hefur tekist að klára hana á innan við klukkutíma.

En það var ekki eina metið sem Adam sló á Íslandi því hann reyndi einnig við fjögurra kílóa kjúklingaborgara frá Gastro Truck. Þar þurfti hann einnig að klára matinn á innan við klukkutíma ella þurfa að greiða fyrir máltíðina sem kostar hvorki meira né minna en 21 þúsund krónur.

„The Viking Challenge“

Áskorunin gengur undir nafninu „The Viking Challenge“ en aðeins einn einstaklingur hafði náð að klára matinn á innan við klukkutíma – það tók viðkomandi 53 mínútur að klára af disknum. Enn og aftur sló Adam öll met en hann kláraði máltíðina á 24 mínútum.

Milljónir manna hafa horft á Adam borða á sig gat á Íslandi en hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig hann kláraði af disknum sínum á mettíma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing