Auglýsing

Eymdin í Reykjavík: Tjaldaði nálægt verslunarhúsnæði því hann átti hvergi heima

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í dag um einstakling sem hafði komið sér fyrir í tjaldi nærri verslunarhúsnæði en lögreglumenn ræddu við manninn sem sagðist ekki í önnur hús að vernda og því hafi hann ákveðið að tjalda á þessum stað. Laganna verðir gáfu viðkomandi leiðbeiningar hvert væri best að leita að frekari aðstoð og var honum bent á að koma tjaldinu fyrir á þar til gerðu svæði innan borgarmarkana. Ekki kemur fram hvort maðurinn hafi gert það eða leitað á náðir gistiskýlisins.

Gistiskýlið er neyðarathvarf sem staðsett er í Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík. Þar er boðið upp á neyðarathvarf fyrir 25 heimilislausa karla sem hafa þar húsaskjól til einnar nætur í senn. Boðið er upp á kvöldhressingu og morgunmat fyrir dvalargesti. Þeir greiða hvorki fyrir gistingu né fæði. Gistiskýlið er opið alla daga frá kl. 17:00- 10:00.

Fyrir þá sem vilja styrkja starfsemi gistiskýlisins geta gert það með því að leggja inn á 0357-22-2095 á kennitölunni 531180-0469.

Ók á tvær bifreiðar og stakk af

Tveir ökumenn voru handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- og/eða vímuefna. Annar reyndist sviptur ökuréttindum. Mál þeirra voru afgreidd samkvæmt hefðbundnu ferli samkvæmt dagbók lögreglunnar sem tekur til allra mála sem gerast frá 05:00 til 17:00 í dag.

Þá var tilkynnt um ökumann sem hafði ekið á tvær bifreiðar, lagt sinni eigin bifreið og gengið á brott. Ökumaður þekktist og reyndist vera án ökuréttinda.  Lögreglan segir málið í rannsókn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing