Auglýsing

Þekktir Íslendingar lenda í netsvindli og Snorri Ritstjóri undrast vanmátt Facebook

Snorri Másson sem rekur Ritstjorinn.is undrast vanmátt Facebook til að berjast gegn svindli sem sett er fram í nafni þekktra Íslendinga.

Á sama tíma og þetta svindl fær að ganga um miðilinn segir Snorri að Facebook hafi ekki átt í neinum erfiðleikum með að þurrka út og ritskoða lögmætar upplýsingar um ýmis mál, allt frá umhverfismálum til Covid-19.

Frosti Logason tilkynni á Facebook síðu sinni um að hann hefði fengið tilkynningu frá rannsóknarlögreglunni um netsvindl þar sem hans nafn er notað.

Nokkuð augljóst svindl

Mikilvægt er að vara við þessu svindli en það er oftast nokkuð augljóslega þýtt af Google Translate eða öðru þýðingarforriti og er íslenskan oft bjöguð.

Það kemur svo fram í texta að verið sé að leiða lesandann inn á síðu eins og Vísi eða DV en slóðin á bakvið er hinsvegar allt önnur.

Fleiri þekktir Íslendingar hafa lent í álíka svindli og má þar nefna fólk eins og Guðna Th., Katrínu Jakobsdóttur, Jón Gnarr, Ólafur Jóhann, Ari Eldjárn og Gunnar Smára Egilsson.

Jón Gnarr

Gunnar Smári

Frosti Logason

Nútíminn hvetur alla til að fara varlega þegar um er að ræða slíka tengla og alltaf skoða slóðina á bakvið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing