Auglýsing

Gróusögur ganga á TikTok á meðal ungra barna

Gróusögur um andlát barns á svæðinu nálægt Krýsuvík og afleggjaranum að Vigdísarvöllum ganga nú á meðal ungmenna og ungra barna á samfélagsmiðlinum TikTok. Nútíminn hefur skjáskot af þessum færslum sem hefur ákveðið að birta ekki vegna innihalds þeirra.

Ef marka má fréttaflutning íslenskra fjölmiðla í dag þá má draga þá ályktun að þeir hafi einnig fengið veður af þeim. Til að mynda var rætt við barnasálfræðinginn Hrund Þrándardóttur í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins en þar sagði hún að mörg erfið mál sem tengjast börnum hafi komið upp á þessu ári, síðast manndrápsmálið á sunnudag. Í frétt miðilsins segir að „Og börn sjá, heyra og lesa fréttir, sum hver allavega.“

Í viðtalinu segir Hrund að foreldrar eigi að sýna frumkvæði í að ræða mál af þessu tagi við börnin sín og sérstaklega sé mikilvægt að huga að börnum í nærumhverfi atburðarins, börnum sem hafa orðið fyrir erfiðri reynslu, til dæmis vegna missis, og börnum sem eru almennt gjörn á að vera kvíðin og óörugg. Yfirvegun sé lykilatriði í því samtali. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið hér.

Skoða TikTok hjá börnum

Nútíminn hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín og þá sérstaklega þau sem hafa aðgang að samfélagsmiðlinum TikTok en á honum ganga gróusögur um hvernig faðir stúlkunnar á að hafa banað henni. Lýsingar sem ekki er hægt að segja frá hér – svo ógeðfelldar eru þær.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í „Krýsuvíkurmálinu“ þegar engar ábendingar eða sönnunargögn um annað en það sem faðirinn hefur sagt hafa borist lögreglu. Þetta sagði Grímur í samtali við Vísi í dag og má ætla að þar sé Grímur að vitna í umræddar gróusögur sem ganga, eins og áður segir, bæði ungmenna og barna á milli.

Lögregla minnir á að fólk sem telji sig hafa upplýsingar er varði þetta sakamál sem önnur geti sett í samband við lögreglu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing