Auglýsing

Bubbi um ákvörðun starfsmanna RÚV: „Okkur var báðum slaufað. Við fengum ekki spilun á RÚV“

„Auður flúði land. Hann flutti til Los Angeles. Þetta varð honum bara ofviða. Hann fékk aftur skellinn. Það var stigið fram og bölsóttast fyrir þessu lagi, honum og mér líka. Okkur var báðum sláfum,“ segir Bubbi Morthens semvar gestur hlaðvarpsins Fullorðins sem nálgast má á hlaðvarpsveitunni Brotkast.is. Þættinum stjórnar Kidda Svarfdal en þangað mætti Bubbi Morthens og ræddi hlutina opinskátt eins og honum einum er lagið. Eitt af því sem Kidda spurði Bubba út í var samstarf hans við söngvarann Auð sem reynt var að slaufa hér um árið.

„Ég man þegar ég var að gera lagið „Strákarnir á Borginni“ – ég var kallaður hommasleikja“

„Við fengum ekki spilun á RÚV. RÚV spilaði aldrei lagið og faldi sig með því að hafa spilað það á nóttunni. Á sama tíma er laginu streymt 200 þúsund sinnum á viku og er spilað allstaðar í toppnum og þá er RÚV búið að slaufa því,“ segir Bubbi sem vill meina að ekki hafi verið tekið ákvörðun hjá æðstu yfirmönnum RÚV um að spila ekki lagið heldur hafi það verið starfsfólkið sjálft sem hafi upp á sitt einsdæmi tekið þessa ákvörðun.

Starfsfólk drullaði yfir Bubba á netinu

„Það var bara starfsfólk á gólfinu hjá RÚV sem tók þessa ákvörðun. Svo segja þau kannski sína sögu eða ekki. Það var starfsfólk þarna sem drullaði yfir mig á netinu og allt það – yfir því að ég skuli hafa gert lag með honum. Hvað getur maður sagt. Þetta gerist. Ég hugsaði bara með mér að ég hef farið í gegnum svo margt og tekið svo margan slaginn. Ég man þegar ég var að gera lagið „Strákarnir á Borginni“ – ég var kallaður hommasleikja og ég veit ekki hvað og hvað. Tíðarandinn var ekki þá með þessu,“ segir Bubbi og bætir við að hann hafi nú í gegnum tíðina sungið um ýmislegt sem fallið hafi í grýttan jarðveg.

„Það eru alls kyns hlutir sem ég hef sungið um sem hafa ekki fallið í kramið og fólk hefur orðið reitt yfir og haft skoðun á og allt þetta. Mér finnst „Tárin falla hægt“ vera eitt besta lag sem Auður hefur nokkurn tímann gert. Bara heiður að vinna með honum og ég var rosaglaður að hann skyldi hafa kjark að gera þetta og klára þetta með mér. Mér fannst það mikilvægt og líka fyrir hann – hann hefði þá allavega getu til að stíga inn. Síðan geta menn rætt um og haft sína skoðun.“

Samkennd, samúð og kærleikur

Bubbi segir það ekki hafa gert sér gott að vera fullur af hatri út í manninn sem misnotaði hann.

„Ég vissi hinsvegar að ég þyrfti að loka þessu til að vera heill og eina leiðin sem lengur sem leið á – það er bara samkennd, samúð og kærleikur. Þetta eru lykil „faktarnir“ í því að eiga gott líf og að geta skilið annað fólk. Það þýðir ekki að þú þurfir ekki að taka ábyrgð. Við þurfum að taka ábyrgð á öllu sem við gerum – það er misjafnt hvernig fólk tekur ábyrgð og þá komum við aftur að Auð – mér fannst hann gera það vel og það voru flestir á því í kringum mig. Svo er reiðin svo máttug og hún getur stjórnað þér svo mikið.“

Hér fyrir neðan birtum við myndskeið úr viðtalinu sem hægt er að sjá og heyra í fullri lengd með áskrift að Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing