Auglýsing

Fjölskylda Sólons vill fá sannleikann frá lögreglunni: „Er kæra hjá embættinu?“

„Vegna mistaka fór póstur frá embættinu til ykkar þar sem staðfest var að embættinu hefði ekki borist nein kæra eða kvörtun á hendur honum. Slík upplýsingagjöf er ekki heimil og hefði ekki átt að veita,“ segir í tölvupósti frá aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölskyldu Sólons Guðmundssonar, fyrrum flugmanns hjá Icelandair sem féll fyrir eigin hendi þann 25. ágúst síðastliðinn. Þessi tölvupóstur hefur hvergi verið birtur en samkvæmt heimildum Nútímans barst þessi tölvupóstur í dag.

Allir fjölmiðlar landsins hafa fjallað um þetta sorglega mál en fjölskylda Sólons hefur óskað eftir því að það fari fram lögreglurannsókn á máli hans og aðdraganda þess að hann svipti sig lífi. Þann 2. september, átta dögum eftir andlát Sólons, fékk fjölskyldan tölvupóst frá lögfræðingi stjórnsýsludeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem staðfesti það að ekkert mál tengt honum hefði verið eða væri til skoðuna hjá embættinu.

Staðfesti það í annað sinn

„Þegar reykvélin fór af stað í gær höfðum við aftur samband við lögregluna og sama kona staðfesti að hún stæði við það sem kom fram í tölvupósti hennar 2. september,“ Hjördís Rósa, systir Sólons, í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Facebook núna rétt í þessu og Nútíminn hefur fengið góðfúslegt leyfi til þess að vitna í.

Fjölskylda Sólons finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og embættið fullyrðir að engin mál eða kærur hafi verið lagðar fram á hendur syni þeirra og bróður þá stigi lögfræðingur meintra fórnarlamba hans fram og segir að ein þeirra fimm kvenna sem hann gæti hagsmuna fyrir hafi lagt fram kæru vegna nauðgunar sem átti að hafa átt sér stað í júlí á þessu ári.

Lögfræðingur, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að umrædd kona hafi í beinu framhaldi af meintri nauðgun leitað til sálfræðings sem sendi hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Í sömu yfirlýsingu segir að konan hafi svo upplýst Icelandair um meint brott og stuttu síðar lagt fram kæru. Ef miðað er við þá yfirlýsingu lögfræðingsins er ljóst að hrópandi ósamræmi er á milli hennar þeirra tölvupósta sem fjölskyldu Sólons barst frá lögreglunni.

Fjölda spurninga ósvarað

Það situr því stór spurning eftir og það er spurning sem, samkvæmt heimildum Nútímans, fjölskylda Sólons vill fá svar við og það við fyrsta mögulega tækifæri.

Samkvæmt heimildum er spurningin sú hvort það liggi inni kæra hjá embættinu? Ef svo er þá hlýtur hún að hafa borist eftir að Sólon lést. Að öðrum kosti var lögfræðingur lögreglunnar að ljúga að fjölskyldunni í tölvupósti 2. september. Samkvæmt sömu heimildum á fjölskyldan einnig að hafa fengið það staðfest með símtali í gær að engin kæra hafi borist.

Ljóst þykir að mörgum spurningum sé ósvarað af embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu því fullyrðingar lögmanns umræddra kvenna, eins og staðan er í dag, fara ekki heim og saman við það sem fram kemur í ekki einum heldur tveimur tölvupóstum sem fjölskyldan fékk frá lögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sá lögfræðingur hefur aðgang að LÖKE-kerfi lögreglunnar og þar ættu allar upplýsingar að vera – bæði með mál í rannsókn, kærur sem hafa borist eða vitni að mögulegum glæpum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing