Auglýsing

Kostnaður þingmanna allt að milljón á mánuði

Samkvæmt útekt Samtaka skattgreiðenda getur kostnaður eins þingmanns á Alþingi Íslendinga numið allt að einni milljón króna á mánuði, fyrir utan laun.

Þetta kemur fram í fyrirspurn sem samtökin sendu á Alþingi í dag, þar sem óskar var eftir afriti af öllum reikningum sem stofnunin hefur greitt vegna útlagðs kostnaðar þingmanna.

Samtökin birta tilkynningu um þetta  á vef  sínum  þar sem í ljós kemur að kostnaður, utan launakostnaðar, nemur allt að milljón krónum á mánuði. Samtökin birta lista yfir þá 10 þingmenn sem innheimta hæstan kostnað, en á fyrstu 8 mánuðum ársins er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með um eina milljón króna á mánuði í starfstengdan kostnað. Samtökin hafa birt topp 10 lista yfir þá þingmenn sem dýrastir eru í rekstri, en þar eru Njáll Trausti og Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, lang hæst.

Í greininni benda Samtök skattgreiðenda þingmönnum á, sem hvetji almenning til að nota almenningssamgöngur, að Strætó gangi nú víða um land og það að mestu á kostnað skattgreiðenda. En á vef Strætó má sjá að árskort á milli landshluta kostar í mesta lagi langt undir 300 þúsund krónum. Skattgreiðendur séu því bæði að niðurgreiða samgöngur og að greiða samgöngur fyrir þingmenn landsbyggðarinnar.

Nútíminn hefur undir höndum póstinn sem Samtök skattgreiðenda sendu Alþingi og hljómar hann svona:

Góðan dag
Á vef Alþingis er yfirlit yfir laun og kostnaðargreiðslur þingmanna.
Þar segir meðal annars: „Launagreiðslur eru þingfararkaup og álag á það. Fastar mánaðar­legar kostnaðargreiðslur eru húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur, fastur starfskostnaður og fastur ferðakostnaður. Annar kostnaður er m.a. kostnaður vegna ferða innan og utan lands, símakostnaður og starfskostnaður skv. reikningum.“
Samtök skattgreiðenda óska hér með eftir afriti af þessum reikningum þingmanna frá 1. janúar 2023 til dagsins í dag.
Fyrir hönd Samtaka skattgreiðenda
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing