Auglýsing

Reyndi að leika á lögreglu með teiknuðu bílnúmeri

Löreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í gær en skráningarnúmer bifreiðarinnar voru „augljóslega ekki löggild merki“ eins og fram kemur í dagbók embættisins. Þar kemur fram að um var að ræða pappaspjöld sem voru vafin í plastpoka. Á pappaspjöldin hafði svo verið skrifað á einhver númer sem náttúrulega engan veginn stóðust.

Við frekar viðræður við ökumanninn kom í ljós að hann var líka sviptur ökuréttindum auk þess að vera grunaður um akstur undir áhrifum vímugjafa.

Þá var tilkynnt um ökutæki aka gegn akstursstefnu í hverfi 104. Einnig fylgdi tilkynningunni að ökumaður æki bifreið sinni gegn rauðu umferðarljósi. Við afskipti reyndust of margir farþegar vera í bifreiðinni og ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Þetta kemur allt saman fram í dagbók lögreglunnar sem nær utan um verkefni hennar frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun. Önnur verkefni voru eftirtalin:

Tilkynnt um aðila í anddyri hótels í miðborginni. Sá neitaði að fara. Yfirgaf þó hótelið í rólegheitum með lögreglu.

Tilkynnt um aðila í hverfi 104, sem neitaði að greiða fyrir leigubifreið. Aðili þó farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að – en skýrsla rituð á málið og leigubifreiðastjóra leiðbeint með kæruferli.

Tilkynnt um tvö innbrot á veitingastaði í miðborginni.

Tilkynnt um innbrot í heimahús í hverfi 220. Húsráðandi að koma úr fríi erlendis.

Tilkynnt um aðila vera að stela dósum úr söfnunargám. Fannst ekki þrátt fyrir leit.

Tilkynnt um krakka vera að reykja kannabis á leikskólalóð í hverfi 220. Fundust ekki þrátt fyrir leit lögreglu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing