Auglýsing

Leitar að börnum og saumar skírnarslaufur: „Ófáar slaufurnar fyrir strokubarnabörnin“

Guðmundur Fylkisson er fyrir löngu orðin landsþekktur enda sá lögreglumaður sem foreldrar og forráðamenn treysta á þegar börnin fara villu vega. Hann er nýjasti viðmælandi Kiddu Svarfdal í hlaðvarpsþættinum Fullorðins en þar ræðir hann um starfið og eitt áhugaverðasta en mögulega sérkennilegasta áhugamál fyrr og síðar. Skírnarslaufur. Við skulum grípa inn í viðtalið.

„Ég er ekki með litlar hendur en ég hef það hobbí að búa til skírnarslaufur. Fyrrum tengdamamma mín sagði við mig þegar ég og konan mín skildum að ég væri ekki skilinn við þau, hún var í þessu hérna áður fyrr. Hún situr alltaf við hlið mér og hún þarf reyndar alltaf að hjálpa mér því ég get ekki þrætt nálina – ég sé ekki augað. Hún á níræðisaldri gerir það gleraugnalaust. Svo þarf að krumpa saman borðann og ég næ því ekki en ég sé svo um að sauma þetta saman og skrautið,“ segir Guðmundur sem hefur hingað til saumar þær þónokkrar fyrir börn barna sem hann hefur hjálpað í gegnum tíðina.

Flestir spjara sig á endanum

„Þær eru orðnar ófáar slaufurnar fyrir strokubarnabörnin mín. Það er algengara þá að það séu mömmurnar og stundum fæ ég skilaboð frá þeim um að gera en þegar ég verð var við eitthvað svona þá sendi ég þeim skilaboð: „Þú manst alveg eftir mér, til hamingju með barnið og ef þig vantar skírnarslaufu þá máttu hafa samband,“ segir Guðmundur í Fullorðins og bætir við að flest þeirra barna sem hann hefur aðstoðað eða hjálpað í gegnum tíðina „nær sér af stað.“

„Svo þegar þessir krakkaormar koma og segja: „Manstu ekki eftir mér.“ Þá eru það krakkar sem eru komnir á góðan stað í lífinu. Sem betur fer á það við um meirihlutann af þeim. Það er alltaf einhver hluti sem það tekst ekki hjá og svo getur vel verið að það takist löngu seinna. Stærsti hlutinn nær sér samt af stað.“

Hér fyrir neðan er myndskeið úr viðtalinu en hægt er að horfa á það og hlusta í fullri lengd með áskrift að Brotkast. Hægt er að nálgast áskrift hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing