Auglýsing

Eldur í Fellsmúla í nótt: Allt tiltækt slökkvilið var kallað út

Eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði vð Fellsmúla í nótt en engin slys urðu á fólki. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út en því barst tilkynning um eldinn rétt fyrir klukkan tvö í nótt.

Varðstjóri slökkviliðsins sagði í samtali við RÚV að það hafi gengið vel að slökkva eldin en talsverðan tíma hafi tekið að hreinsa upp vatn og ganga frá að slökkvistarfi loknu. Nú taki tryggingafélögin við því verkefni að meta tjónið.

Fjórir gista fangageymslur lögreglu nú í morgunsárið á þessum miðvikudegi. Einn þeirra var handtekinn í annarlegu ástandi í hverfi 104 en hann er grunaður um eignaspjöll. Þá var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í hverfi 111 en einn gistir fangageymslur vegna þess.

Einn ökumaður stöðvaður í hverfi 110 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreiðinni fundust meint fíkniefni og var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing