Auglýsing

Formaður bæjarráðs sagður hafa leynt eignarhaldi: Vill byggja tæplega 100 íbúðir í bæjarfélaginu

Fomaður bæjarráðs Ölfuss, Grétar Ingi Erlendsson, á hlut í eignarhaldsfélagi sem stefnir á að byggja tæplega 100 íbúðir í Ölfusi á svæði sem kallast Bakkamelur. Svæðið er í eigu félaga Grétars Inga en sá heitir Einar Sigurðsson og á fyrirtækið Black Beach Tours.

Grétar Ingi vinnur hjá Einari í ofanálag og þá á hann einnig félagið með honum sem stefnir á stórfellda íbúðauppbyggingu á svæðinu sem liggur við veginn á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis. Þetta kemur fram í útvarpsþættinum „Þetta helst“ á RÚV og greint er frá á vefsíðu miðilsins.

Íbúðafjöldi fjórfaldaður í sumar

Í þættinum kemur fram að tveir fulltrúar minnihlutans í Ölfusi, Gunnsteinn Ómarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, hafi ekki vitað að Grétar Ingi ætti hlut í umræddu félagi sem heitir Bakkamelur ehf. Það sem vekur athygli er að í sumar, þegar enginn vissi um aðild formanns bæjaráðs að þessu félagi, var gerð breyting á aðalskipulagi Ölfuss í bæjarstjórn þar sem fyrirhugaður fjöldi íbúða á svæðinu var nærlega fjórfaldaður.

Þáttastjórnendur ræddu við Grétar Inga sem segir að hann hafi ekki talið þörf á því að tilgreina sérstaklega að hann væri hluthafi í félaginu.

Meira um málið í útvarpsþættinum „Þetta helst“ í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing