Betur fór en á horfðist þegar ekið var á ungan dreng á höfuðborgarsvæðinu í dag en hann var með áverka á fæti og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans til frekari skoðunar. Lögreglan segist hafa gert „viðeigandi ráðstafanir þar sem óskað var eftir að öryggi verði bætt á gatnamótunum þar sem slysið varð.“
Þá var ekið á annan ungan dreng í dag en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hlaut hann minniháttar áverka. Umferðaróhöppum fer nú fjölgandi með lækkandi sól, að því er virðist, en lögreglan vill minna ökumenn á að aka gætilega.
„Lögregla vill jafnframt minna ökumenn á að aka gætilega þar sem dagsbirta eru farin að vera minni, bæði á morgnanna og seinni partinn. Við slíkar aðstæður eru auknar líkur á að ökumenn sjá gangandi vegfarendur illa. Sem dæmi má nefna að börn eru á leið í skóla á morgnanna og því mikilvægt að ökumenn séu þeim mun meira með athygli við aksturinn og virði hámarkshraða.“