Auglýsing

Edda Björk hefur ekki heimsótt syni sína í 315 daga: Hótar öðru brottnámi

Frá því lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók Eddu Björk Arnardóttur þann 28. nóvember á síðasta ári þá hefur hún ekki heimsótt syni sína. 315 dagar eru liðnir frá því Edda Björk var handtekinn fyrir að ræna þremur börnum sínum árið 2022.

„Miðað við yfirlýsingar Eddu Bjarkar í hinum ýmsu fjölmiðlum, þó aldrei Nútímanum þar sem hún neitaði að ræða við miðilinn, þá þykir það einkennilegt að hún hafi aldrei hitt syni sína.“

Um er að ræða þrjá drengi sem Edda Björk flutti ólöglega til Íslands með einkaflugvél. Hún var ekki með forsjá yfir börnunum. Faðir barnanna fór einn með forsjá þeirra og gerir enn í dag. Faðir þeirra býr í Noregi og var forsjáin staðfest af bæði dómstólum á Íslandi og í Noregi. Edda Björk var dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir brottnámið sem átti sér stað í mars árið 2022. Þá leigði hún einkaþotu sem unnusti hennar er sagður hafa greitt fyrir.

Sagan öll um Eddu Björk og brottnumdu börnin

Fékk leyfi til að hitta drengina

Þrátt fyrir að hafa fengið óskilorðsbundin dóm – sem þýðir í raun og veru að ekki sé hægt að taka hann út í samfélagsþjónustu heldur þurfi raunverulega að sitja slíkan dóm af sér í fangelsi – þá fékk hún að taka út dóminn hér á landi og hefur ekki setið einn dag í fangelsi síðan. Henni var þó ekki bannað að hitta syni sína en gert að gera það undir eftirliti enda taldi norskur dómstóll að það væri mjög líklegt að hún myndi reyna að ræna þeim aftur.

Miðað við yfirlýsingar Eddu Bjarkar í hinum ýmsu fjölmiðlum, þó aldrei Nútímanum þar sem hún neitaði að ræða við miðilinn, þá þykir það einkennilegt að hún hafi aldrei hitt syni sína.

Drengir Eddu Bjarkar hamingjusamir í Noregi: Höfðu ekki sést í hálfan mánuð

Búast enn við öðru brottnámi

Samkvæmt sömu heimildum hefur „gæsla“ í kringum drengina ekki verið minnkuð. Það þýðir að lögreglan í norska bænum sem þeir búa í hafa enn auga með Eddu Björk og er grunnskóli þeirra, frístund og íþróttaþjálfarar meðvitaðir um hættuna sem leynist á næsta horni; að Edda Björk gæti látið til skarar skríða og reynt að ræna þeim aftur. Þær áhyggjur eru heldur ekki byggðar á sandi því heimildir Nútímans herma að Edda Björk hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hótað því að nema þá á brott aftur.

Um er að ræða eitt frægasta barnarán samtimans á Íslandi því um var að ræða þaulskipulagða aðgerð þar sem spunninn var flókinn blekkingarvefur. Þann blekkingarvef spann Edda Björk og til þess fékk hún vini og vandamenn til að aðstoða sig. Þeir sem þekkja til málsins þykir þó einkennilegt, í ljósi alls þess sem hún lagði á sig til þess að eyða tíma með börnum sínum, að hún hafi ekki hitt þau frá því á síðasta ári. Þá eru, samkvæmt heimildum Nútímans, engar skipulagðar heimsóknir á þessu ári og því allt útlit fyrir það að Edda Björk hafi kosið að hitta ekki börnin sín – annað árið í röð.

Haft var samband við Eddu Björk við vinnslu fréttarinnar. Hún bauðst til þess að svara spurningum blaðamanns en þegar hún hafði fengið þær sendar hætti hún að svara.

Sálfræðingur skellti á blaðamann: Braut siðareglur með viðtali við drengi Eddu Bjarkar

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing