Um klukkan þrjú síðastliðna nótt var lögreglu tilkynnt um líkamsárás í Grafarvogi þar sem hnífi hafði verið beitt. Lögregla fór þegar á vettvang og hafði töluverðan viðbúnað vegna málsins. Tveir voru handteknir og hafa þeir verið yfirheyrðir í dag samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þolandi var með lífshættulega stunguáverka á líkama og var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans.
Málsaðilar eru á þrítugs-og fertugsaldri.
Þá segir embættið að ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.