Auglýsing

Innbrotsboð barst frá banka í miðborg Reykjavíkur í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi lögreglumenn að banka í miðborg Reykjavíkur í nótt en boð sem gaf til kynna að búið væri að brjótast inn í hann barst embættinu.

Laganna verðir gengu úr skugga um það að þar inni væri enginn innbrotsþjófur og svo reyndist ekki vera. Í dagbók embættisins, sem nær utan um verkefni frá 17:00 í gær og til 05:00 í morgun, kemur fram að „ekkert saknæmt að sjá þegar lögreglu bar að garði.“

Þá var tilkynnt um „öskrandi og grátandi unglinga“ í hverfi 112 en lögreglumenn mættu á vettvang til þess að kanna hvað væri um að vera. Fundust unglingarnir ekki þrátt fyrir leit.

Einn öldauður hótelgestur þurfti aðstoð við að komast í koju en það var starfsfólk hótelsins sem óskaði eftir aðstoð lögreglunnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing