Auglýsing

Sigurður Guðmundsson sendir frá sér plötuna ‘Þetta líf er allt í læ’

Sigurður Guðmundsson sendir frá sér plötuna Þetta líf er allt í læ. Platan kemur út á vínylplötu, geisladisk og á öllum helstu streymisveitum í dag, 11. október 2024.

Sigurður Guðmundsson ætti að vera flestum kunnugur með sína hrjúfu og fallegu rödd, annaðhvort sem söngvari Hjálma eða í sólóverkefnum sínum, en hans þekktasta verk er án efa jólaplatan Nú stendur mikið til, sem er til á nánast hverju heimili.

Nýja platan er búin að vera í vinnslu í nokkuð langan tíma og kemur nú loks út. Í þremur lögum fær hann aðstoð frá söngkonunum Unu Torfa og Bríet og engum öðrum en Björgvini Halldórssyni. Umslagið er opnanlegt (gatefold) og var það Páll Ivan frá Eiðum sem hannaði það.

Þetta líf er allt í læ er önnur sólóplata Sigurðar Guðmundssonar með eingöngu frumsömdu efni.
Þó eru þær mun fleiri sólóplöturnar sem og auðvitað plötur Hjálma, hvar leynast stöku lög eftir Sigurð. En með plötunni Kappróður, frá árinu 2021 tók við nýr kafli sem hefur nú gefið af sér einnig þessa plötu.
Lögin á plötunni fjalla um tilveru og tilvistarkreppu. Birtingarmyndir lífsins í fjölmenningarsamfélagi sem er rétt að slíta barnsskónum. Ástir og örlög.

Flytjandi:: Sigurður Guðmundsson
Heiti plötu:: Þetta líf er allt í læ
Útgefandi:: Alda Music ehf.
ISRC:: sjá lagalista
Höfundur laga og texta:: Sigurður Guðmundsson. Nema Komast heim. Texti: Bragi Valdimar Skúlason

Lagalisti

1. Þetta líf er allt í læ (ásamt Unu Torfa) – ISB112404401
2. Eitthvað til að taka með (ásamt Björgvini Halldórssyni) – ISB112406501
3. Tveir litlir stafir – ISB112406502
4. Gæti verið verra – ISB112406503
5. Alltaf að læra – ISB112406504
6. Komast heim (ásamt BRÍET)- ISB112406505
7. Þar sem sólin skín – ISB112406506
8. Gamalt lag – ISB112406507
9. Vor – ISB112406508
10. Komast á blað – ISB112406509
11. Sáttur eða sár – ISB112406510

Platan á WAV

Lagið á Spotify

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing