Auglýsing

Tveir handteknir á stolnum bíl og líkamsárás með hníf

Tveir aðilar voru handteknir á stolnum bíl í miðborg Reykjavíkur en ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun en þar var einstaklingur talinn hafa farið út með tvær flíkur án þess að greiða fyrir þær. Málið er en í skoðun en samkvæmt upplýsingum frá embættinu þá er málið í rannsókn og verður kært þegar og ef gögn liggja fyrir.

35 mál voru skráð í LÖKE-kerfi lögreglunnar en þar af voru níu mál þar sem aðilar voru kærðir og eru mál þeirra í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ein tilkynning barst um þekktan aðila sem var til ama í verslunarhúsnæði. Hann sást aka á brott og vissu lögreglumenn að hann væri án ökuréttindi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að hann hafi reynt að komast undan á hlaupum en lögregla „sá við honum“ eins og fram kemur í dagbókarfærslunni. Einstaklingurinn verður kærður fyrir að aka ítrekað sviptur ökuréttindum og fyrir að sinna ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.

Þá var einn handtekinn eftir líkamsárás með hníf en sá sem fyrir árásinni varð hlaut minniháttar áverka. Gerandinn var vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing