Engar fréttir eru oftar en ekki góðar fréttir þegar það kemur að dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en sú er raunin í dag. Það þykja fréttir þegar engum hnífi er beitt eða að enginn hafi verið handtekinn vegna aksturs undir áhrifum ýmist fíkniefna eða áfengis.
Þrátt fyrir það voru 99 mál bókuð í LÖKE-kerfi lögreglunnar frá því 05:00 í morgun og til 17:00 í dag og má þar helst nefna að skráningarnúmer voru tekin af bifreið í hverfi 108 vegna vanrækslu á aðalskoðun. Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í verslun í hverfi 221 en samkvæmt dagbókarfærslu embættisins er gerandi óþekktur.
Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í tvær bifreiðar í hverfi 110 og er gerandi þar sömuleiðis óþekktur.