Auglýsing

Réðist á starfsfólk hótels á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um einstakling sem var að ráðast á starfsfólk hótels í hverfi 105 en þegar laganna verðir komu á vettvang voru öryggisverðir með hann. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann í dag.

Þetta kemur fram í dagbók embættisins sem nær yfir verkefni hennar frá 17:00 í gær og til 05:00 í morgun.

Fjórir gista fangaklefa eftir vaktina en upp komu ýmis mál, meðal annars var lögreglan send í tvær verslanir vegna búðarhnupls en þau mál voru afgreidd á vettvangi.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri og handteknir þar sem þeir eru grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var tilkynnt um nytjastuld á bifreið og er það mál í rannsókn.

Þá voru einhverjir sem ákváðu að skjóta upp flugeldum í Kópavogi en þegar lögreglu bar að garði, þar sem tilkynnt hafði verið um flugeldaskotin, var engan að sjá.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing