Auglýsing

Hundruðir kennara á leið í verkfall: Kennarar í MR kusu verkfall í dag

Yfirgnæfandi hluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík samþykkti að boða verkfall en niðurstaða um atkvæðagreiðslu þeirra liggur nú fyrir og þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tóu skólum í lok mánaðarins og byrjun þess næsta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu en öll aðildarfélög sambandsins eru án kjarasamnings og hafa verið þar í fjölmarga mánuði. Grunnskólafélögin tvö, FF og FS, hafa verið án samnings síðan 31. maí síðastliðinn og framhaldsskólafélögin tvö, FF og FS, hafa einnig verið án samnings en aðeins lengur eða frá 31. mars síðastliðnum.

Menntaskólinn í Reykjavík er þar með annar framhaldsskólinn á Íslandi sem hefur boðað til verkfalls en hinn, Fjölbrautaskóli Suðurlands, boðaði verkfall í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu hófst atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun í MR klukkan 11 í fyrradag og lauk klukkan 11 í dag. Kjörsókn var góð eða 93% og sögðu 81% þeirra já.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing