Auglýsing

Ritstjórinn fer í framboð

Snorri Másson sem hefur rekið fréttamiðilinn Ritstjórann undanfarið ár hefur ákveðið að bregða undir sig betri fætinum og fer í framboð.

Snorri mun bjóða sig fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum og þykir ljóst að hann er öflugur liðsauki fyrir flokkinn en hann hefur vakið mikla athygli fyrir pistla sína.

Snorri sendi frá sér tilkynningu þar sem hann segir að þar sem hann lýsir yfir að vegna framboðsins finnist honum ekki rétt að birta kostaðar auglýsingar né loka efni sínu fyrir afmörkuðum hópi lesenda.

Hann tekur sérstaklega fram að hann hyggist endurgreiða allar áskriftir sem greiddar voru fram í tímann til áskrifenda sinna.

Hyggst leiða Miðflokkinn í Reykjavík

Snorri segist þakklátur fyrir stuðninginn þann tíma sem hann hefur rekið síðu sína og hlakki til komandi átaka en Snorri sækist eftir því að leiða lista flokksins í Reykjavík.

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Snorra sem og finna myndband sem hann sendi frá sér í tilefni þessa.

„Elsku lesendur mínir, áskrifendur nýir og gamlir, dyggir fylgjendur, hatursmenn, nú er rúmt ár liðið frá því að ritstjóraverkefninu var ýtt úr vör og þetta hefur verið ævintýri lífs míns.

Ég hef aldrei skemmt mér eins vel í fjölmiðlastarfi. Nú verða líklega breytingar á mínum högum þar sem ég stefni á þátttöku í stjórnmálum fyrir Miðflokkinn.

Undir þeim formerkjum mun ritstjórnarefni mitt lúta öðrum lögmálum og ég tel þá ekki rétt að birta kostaðar auglýsingar, taka gjald af lesendum mínum né loka efni mínu fyrir afmörkuðum hópi.
Ég mun því endurgreiða áskrifendum áskriftargjöld sem hafa verið greidd fram í tímann.

Ég endurtek að ég get varla lýst þakklæti mínu fyrir stuðninginn allan þennan viðburðaríka tíma og minni á að ég hef langt í frá sagt mitt síðasta orð á þessum vettvangi. Guð blessi ykkur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing