Auglýsing

Glæpagengi frá Venesúela eru byrjuð að hrifsa til sín heilu hverfin í Bandaríkjunum

Sú saga hefur gengið í nokkurn tíma að stór gengi frá Venesúela séu farin að taka yfir heilu blokkirnar og hverfin í Bandaríkjunum.

Deilt hefur verið um sannleiksgildi þessara frásagna en nú eru flestir miðlar farnir að viðurkenna að slíkt sé að eiga sér stað þó þeir séu ekki sammála um stærð vandans.

Sagt er frá því í Daily Mail að glæpasamtökin Tren de Aragua , sem þekkt eru fyrir að vera sérlega ofbeldisfull og svífast einskis, hafi tekið yfir stór svæði í borginni San Antonio í Texas í Bandaríkjunum.

Hefur lögregla ráðist til atlögu gegn samtökunum á nokkrum stöðum og handtekið að minnsta kosti 19 manns en virðist ekki getað stöðvað samtökin sem halda íbúum í gíslingu með hótunum um ofbeldi.

Ráðist á eigendur og starfsfólk

Eigandi eins slíks húsnæðis birti mynd af starfsmanni sínum alblóðugum eftir að starfsmaðurinn var að sinna skyldustörfum í húsnæðinu, en glæpamennirnir vildu ekki starfsmenn eiganda á staðnum.

Einnig hafa fjöldi myndbanda verið birt þar sem glæpagengin eru sýnd ganga dyranna á milli vopnaðir sjálfvirkum rifflum og rukka íbúa um „leigu“.

JD Vance, varaforsetaefni Donald Trump, fékk nýlega mikla athygli þegar hann skammaði fréttakonu ABC fyrir að gera lítið úr vandanum en ABC hefur að mestu neitað að slíkt sé að eiga sér stað.

Fréttakona ABC viðurkenndi þó vandann með spurningu sinni en spurði varaforsetaframbjóðandann af hverju hann og Donald Trump legðu svo mikla áherslu á þetta atriði þar sem þetta væri „að mestu takmarkað við nokkrar blokkir.“

Hlaut hún miklar skammir frá varaforsetaefninu fyrir að gera lítið úr vandanum en fréttastöðin er þó farin að viðurkenna tilvist vandans sem hann hrósaði þeim þó fyrir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing