Auglýsing

Sósíalistaflokkur Íslands krefst þess að Ísland slíti öllu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael

Sósíalistaflokkur Íslands sendi nýverið tilkynningu á fjölmiðla þar sem sagt er frá því að allar stjórnir flokksins hafi samþykkt þá tillögu að krefjast þess að landið slíti öllu stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael.

Flokkurinn segist einnig fordæma aðgerðar- og sinnuleysi stjórnvalda vegna ástandsins í Palestínu og Líbanon.

Segir í tilkynningu flokksins að almennir borgarar séu sveltir, skotnir og sprengdir í loft upp meðan stjórnvöld horfa upp á og aðhafast ekkert.

Þá segir flokkurinn að íslensk stjórnvöld séu samsek vegna þessa og krefst þess einnig að engin hergögn verði flutt til Ísrael um íslenska lögsögu og að Ísland eigi einnig að styðja málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.

Tilkynninguna er hægt að lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Eftirfarandi ályktun var samþykkt 19. október 2024 af öllum stjórnum Sósíalistaflokks Íslands:

Sósíalistaflokkur Íslands fordæmir aðgerðar- og sinnuleysi íslenskra stjórnvalda á meðan Ísraelsríki fremur skipulagt þjóðarmorð í Palestínu og fremur fjöldamorð í Líbanon með fulltingi Bandaríkjanna.
Almennir borgarar og börn eru svelt, skotin, sprengd og brennd lifandi á meðan vestræn stjórnvöld horfa á og aðhafast ekkert til að stöðva stríðsglæpina eins og okkur þeim ber skylda til samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Með afstöðu sinni eru þau samsek.
Við krefjumst þess að Ísland slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael. Einnig krefjumst við þess að engin hergögn verði flutt til Ísraels um íslenska lögsögu. Íslensk stjórnvöld eiga sömuleiðis umsvifalaust að styðja málsókn Suður Afríku gegn Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.“
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing