Tveir ungir íslenskir listamenn unnu nýlega til alþjóðlegra verðlauna á IMVA eða International Music Video Awards hátíðinni.
Verðlaunin hlutu þeir fyrir lagið ‚A Boy Turned Blue‘ en listamennirnir eru þeir Breazy Daze og Sigurjón Þór Guðmundsson en Breazy samdi lagið meðan Sigurjón gerði myndbandið.
Þeir hlutu tvenn verðlaun en þeir fengu verðlaun fyrir besta „experimental music video“ (skortur á íslenskri þýðingu) og besta frumsamda lagið.
Það er ekki á hverjum degi sem ungir íslenskir listamenn vinna til alþjóðlegra verðlauna og því ber að fagna!
Fyrir áhugasama er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan.