Auglýsing

Ragnar Þór inn og Tommi á Búllunni út: „Þetta kom mér svoldið á óvart“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kemur til með að leiða Flokk fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum í komandi Alþingiskosningum. Það þýðir að Tommi á Búllunni er á leiðinni út en hann var í oddvitasætinu áður en Ragnar Þór kom til sögunnar.

Það var ritstjórinn og blaðamaðurinn góðkunni Eiríkur Jónsson sem birti yfirlýsingu frá Tómasi A. Tómassyni í dag þar sem þetta kemur fram undir fyrirsögninni „TOMMA ÚTHÝST ÚR FLOKKI FÓLKSINS“.

„Kæru landsmenn, með leyfi forseta: „All good things, must come to an end“ m.ö.o. allir góðir hlutir taka endi.
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins hringdi í mig í gær kl 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn.
Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður
að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt alsherjar ævintýri ef satt skal segja.
Inga er engum lík og á hrós skilið fyrir það sem hún hefur áorkað. Fara fáir i hennar spor. Ég er henni þakklátur fyrir þetta langþráða tækifæri að komast í stjórnmálin.
Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!
Tómas kallaður Tommi,“ segir í yfirlýsingu Tomma á fréttasíðu Eiríks Jónssonar.

Í viðtali við RÚV segir Ragnar Þór að framboð hans komi ekki til mað að hafa áhrif á störf hans hjá VR. Þá segir enn fremur að hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi og að hann komi til með að sinna störfum sínum sem formaður VR fram að kosningum. Húsnæðismál munu eiga hug hans og hjarta en hann vill leggja sérstaká áherslu á það að taka upp húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing