Auglýsing

Risastórt en gamalt eldstöðvarkerfi að vakna: Skjálftavirkni eykst

Ljósufjallakerfið virðist vera að vakna af værum blundi sé litið til jarðskjálftavirkni á þessu gamla eldstöðvarkerfi sem er um 90 kílómetra langt. Á vefsíðunni „Íslensk eldfjöll“ – sem Veðurstofa Íslands stendur meðal annars að – kemur fram að gostíðni síðustu 10.000 ár er að meðaltali um eitt eldgos á 400 ára fresti.

104 skjálftar hafa mælst frá 1. til 30. október en til samanburðar höfðu aðeins 126 skjálftar mælst frá upphafi árs og til 30. september. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Nýjum jarðskjálftamæli var komið fyrir á svæðinu í lok september en Ljósufjallakerfið teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði en skjálftarnir hafa að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn.

Eldstöðvakerfinu tilheyra megineldstöðin Ljósufjöll og sprungusveimur. Megineldstöðin er fjallshryggur úr kísilríku bergi myndaður í gosum undir jökli (1063 m h.y.s., nú jökulvana) en eldvirkni á nútíma hefur einskorðast við lítil, basísk sprungugos. Sprungusveimurinn er ~90 km langur og 20 km breiður austan megineldstöðvarinnar. Frá sprungusveiminum hafa komið fjölmörg lítil basalthraun og lítilsháttar gjóskulög og þekur stærsta hraunið 33 km2.

Möguleg atburðarás eldgosa – byggt á síðustu 1100 árum

Lítil eldgos (<0,1 km3), eina gos kerfisins á sögulegum tíma var af þessu tagi.

Samkvæmt upplýsingasíðu eldfjalla á Íslandi hefur aðeins eitt lítið gos orðið á sögulegum tíma en það var snemma á 10. öld. Gos af þessu tagi eru lítil flæðigos með smávægilegri sprengivirkni, kvikustrókum og hrauni. Hæð kvikustróka getur aðeins orðið nokkrir tugir eða hundruðir metra. Gjóska er aðallega gjall sem fellur í námunda við gossprungur, en þó getur smávægilegt magn borist lengra. Mjög ólíklegt er að truflanir yrðu á flugsamgöngum. Hraun geta runnið 10 km frá upptökum. Eldgos gæti staðið í nokkra klukkutíma, daga eða vikur.

Meðalstór eldgos (0,1-0,5 km3)

Engin gos á sögulegum tíma.

Stór eldgos (>0,5 km3)

Engin gos á sögulegum tíma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing