Auglýsing

Sendiherra Íslands í Póllandi kallar Pútín „tuddann í Kreml“ – MYNDBAND

„Heildarbudget Pentagon fer að nálgast trilljón dollara eða 900 milljarða dollara. Minnsti hlutinn af því er að fara til Úkraínu. Þetta er brotabrot, raunverulegur stuðningur. Meira að segja í vor þegar Bandaríkjamenn samþykktu viðbótarstuðning upp á einhverja sjö eða átta milljarða bandaríkjadollara til Úkraínu þá hefur það ekkert allt skilað sér. Græjurnar þurfa að vera til, þú þarft að geta fært þær yfir. Stærstu útgjöld tengt varnarmálum í Bandaríkjunum eru peningar sem eru notaðir í Bandaríkjunum sjálfum. Síðan er það það að þeir eru heimsveldi með hagsmuni í Kyrrahafi, í Atlantshafi,“ segir Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi.

Friðrik er er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er með reyndustu sérfræðingum í öryggis og varnarmálum hér á landi og örugglega einn skemmtilegasti diplómatinn í utanríkisþjónustu Íslands. Friðrik hefur komið víða við á næstum þrjátíu ára löngum ferli og er haffsjór fróðleiks í alþjóðamálum. Hann er fullkomlega ósammála kenningum um að stríðið í Úkraínu sé rekið á forsendum bandarískra hagsmuna og tekst hér lipurlega á við Frosta um það í hressilegum umræðum.

Sammála um að vera ósammála?

„Það virðast vera hagsmunir Bandaríkjanna að standa í svokölluðum „endalausum stríðum“ eins og ég var að tala um áðan,“ segir Frosti en því er Friðrik ósammála – líkt og svo oft í samræðum þeirra félaga í þættinum.

„Er það? Eru ekki Bandaríkjamenn alltaf á flótta undan öllum þessum stríðum? Þú sérð eins og núna þegar þeir fara frá Afganistan…“

„…bíddu. Þá er það búið að vera í tuttugu ár. Þegar þú varst þar 2008 hver var þín upplifun? Hvað átti að vera „end game-ið“ ? Var það að klára Talibanana?“ spyr Frosti.

„Veistu það Frosti ég skal koma til þín aftur og ræða við þig um Afganistan. Ég er bara að horfa á klukkuna og við erum farnir vel fram yfir tímann. Ég skal ræða við þig um það sérstaklega en þar sérðu til dæmis dæmi um það þar sem Bandaríkjamenn á endanum segja svona: „Við nennum þessu ekki lengur og við erum farnir.“ Vandamálið er einmitt frekar það að, af því þú talar um „end game“, það er það að hugsa betur um „end game“ en ekki bara horfa á útgönguleiðirnar og hugsa hvenær ég gæti hlaupið héðan út sama hvað.“

Í grundvallaratriðum ósammála Assange

Julian Assange hann hefur greint þetta þannig að það er þetta „military industrial complex“ og hagsmunir þeirra séu stöðug átök og að Bandaríkjamenn séu stöðugt á átakasvæðum og í stríðum eins lengi og þeir geta – síðan fylgja í kjölfarið alls kyns bandarískir fjárfestingasjóðir sem koma að uppbyggingu Úkraínu eftir þetta. Þetta eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Bandaríkin að þetta stríð skuli vera í gangi. Þeir eru um leið að veikja Rússland hernaðarlega og þurfa ekki að setja sína eigin hermenn á svæðið. Þannig að þeir eru bara: „Yes! Þetta er bara geggjað fyrir okkur. Þeir vilja að þetta haldi áfram eins lengi og mögulegt er,“ segir Frosti og enn og aftur er Friðrik…ósammála.

„Þetta er gífurlega „synical“ og ég tek ekki undir þessa greiningu. Ég er í grundvallaratriðum ósammála henni.“

Virkilega áhugaverður þáttur á hlaðvarpsveitunni Brotkast þar sem sendiherrann Friðrik Jónsson segir hlutina eins og hann sér þá. Til þess að hlusta og horfa á þáttinn, og aðra þætti á Brotkast, þá þarftu áskrift – þú getur nælt þér í eina slíka hér!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing