Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn fóru í síðustu viku í sameiginlegt eftirlit á þrjátíu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo reyndist vera i langflestum tilvikum, en athugasemdum og ábendingum vegna nokkurra þátta hjá tilteknum matsölustöðum var þó komið á framfæri við heilbrigðiseftirlit og/eða eldvarnareftirlit.
Á einum matsölustaðnum var ástandið hins vegar með þeim hætti að honum var lokað strax.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu vikurnar enn fremur haldið úti eftirliti með skemmtistöðum í umdæminu. Það snýst sömuleiðis um að öll tilskilin leyfi sé fyrir hendi, en þá er m.a. kannað hvort dyraverðir staðanna sé með leyfi til að starfa sem slíkir en á því er nokkur misbrestur eins og heimsóknir lögreglunnar hafa sýnt.
Sérstaklega er líka kannað með aldur gesta á skemmtistöðum, en reglulega þarf að vísa á dyr ungu fólki sem hefur ekki aldur til að vera á vínveitingahúsum. Svo var einnig núna, en lögreglumenn höfðu þó á orði að ástandið í þeim efnum hefði verið með skárra móti að þessu sinni.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunn á höfuðborgarsvæðinu þá verður eftirlitinu haldið áfram.