Auglýsing

Guðlaugur Þór mun aldrei samþykkja orkustreng til Evrópu

„Gulleggið okkar er meðal annars gullegg því hún sat ein að öllum bestu kostunum. Ef við ættum orkufyrirtæki og við ættum að gera virkjun þá er það ekkert sjálfkrafa að það gangi vel. Eitt er að búa það til og svo framvegis en annað er hvernig verða markaðarnir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra en hann er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni.

Guðlaugur Þór fullyrðir að Sjálfstæðisflokkurinn sé eina stjórnmálaaflið sem sé til hægri á Íslandi og bendir á að sjálfur hafi hann til að mynda fækkað stofnunum um 5 á núverandi kjörtímabili. Guðlaugur segir nauðsynlegt að hlutverk RÚV verði endurskilgreint og er reyndar efins um að ríkið eigi yfirleitt að reka fjölmiðil. Þá segir hann ekki koma til greina að selja Landsvirkjun til einkaaðila og að sæstrengur frá Íslandi til Evrópu yrði aldrei samþykktur á hans vakt. Guðlaugur segir ekki tímabært að ræða nýjan formann Sjálfstæðisflokksins enda styðji flokkurinn Bjarna Benediktsson heilsugar í komandi kosningum.

Enginn sæstrengur til Evrópu

„Þannig að ef að þú til dæmis ætlar, hvort sem þú ert innlendur eða erlendur, að setja upp vindorkugarð, sem verður alltaf flókið, og það eru margar vondar staðsetningar ef þú spyrð mig þegar það kemur að vindorkugörðum – að þá þarftu samt sem áður að bera ábyrgð á því að geta alltaf selt þá orku á því verði sem að dugði til að byggja vindorkugarðinn. Þannig að þetta er líka spurning um það allavega að tvöfalda raforkuframleiðsluna. Eiga skattgreiðendur að taka alla áhættuna á því?“

„En þegar að stórir aðilar eru farnir að reisa hér stóra vindorkugarða – og eins og þú segir að það sé áhætta hvort að markaðurinn sé til staðar – og gæti þá ekki komið krafa, eins og samkvæmt ESB-reglugerðum, um að fá sæstreng til Evrópu til dæmis?“ spyr Frosti

GÞ: Skiptir bara engu máli.

FL: Afhverju?

GÞ: Þeir hafa bara ekkert með það að segja.

FL: Og við gætum alltaf sagt nei við því?

„Að sjálfsögðu. Ekki gleyma því minn kæri hvað sögðu menn þegar það var verið að hóta mér lífláti út af þessum blessaða þriðja orkupakka? „Bara um leið og það er búið að samþykkja þetta þá kemur bara útlendingur úr fjörunni með sæstrenginn og bara hvar á ég að stinga í samband?!?!?!“ segir Guðlaugur Þór.

FL: „Það gerðist ekki?“

„Nei. Hvar er hann? Þetta er allt einhver della. Allt einhver þvæla. Fullkomið rugl og hefur alltaf legið fyrir. Menn tóku bara hérna sósíalíska miðflokkinn í Noregi og tóku prógrammið af þeim og fóru svo og dældu þeim innan gæsalappa „upplýsingum“ yfir íslenska þjóð. Þar eru menn með sæstrengi. Nú er það bara þannig að þú getur ekki lagt sæstreng á Íslandi nema að fara í gegnum þingið. Þú verður að koma með frumvarp. Ef ég myndi, sem ég mun aldrei gera og það verður aldrei gert á minni vakt, ef ég ætlaði að gera það þá þyrfti frumvarp fyrir þingið og segja heyrðu Alþingi Íslendinga þarf að samþykkja sæstreng. Sæstrengur er einstaklega vond hugmynd.“

„Það myndi aldrei gerast á vakt Sjálfstæðisflokksins? Að það yrði lagður sæstrengur til Evrópu?“ spyr Frosti.

„Ekki á meðan ég hef eitthvað um það að segja. Ég veit ekki um alla framtíð.“

Áhugavert viðtal við Guðlaug Þór sem hægt er að horfa á og hlusta í fullri lengd með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast – vinsælustu hlaðvarpsveitu landsins!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing