Visir.is birti á dögunum grein þar sem vitnað er í Eirík Bergmann og er titill greinarinnar á þá leið að Arnar Þór er sakaður um að misbeita samsæriskenningum.
Fyrsta dæmið sem tekið er um svokallaðar samsæriskenningar Arnar Þórs er spá hans um að á næstunni yrði Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra sett í „gott embætti á vegum íslenska ríkisins eða hjá erlendum stofnunum“.
Eiríkur Bergmann gerði lítið úr þessum „samsæriskenningum“ Arnars Þórs en ekki liðu nema nokkrir dagar þar til sú spá sem Vísir vitnaði í rættist hjá forsetaframbjóðandanum fyrrverandi.
En í dag greindi RÚV frá því að Katrín hefði verið gerð að formanni nefndar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um loftslagsbreytingar.
WHO hefur verið umdeild stofnun fyrir margra hluta sakir síðan Covid faraldurinn herjaði á heiminn en fulltrúar stofnunarinnar hafa verið sakaðir um að ganga erinda auðmanna og ráðamanna en hafa ekki hagsmuni almennings að leiðarljósi en stærsti stuðningsaðili samtakanna er auðjöfurinn Bill Gates sem leggur til rúmlega 15% af öllu fjármagni sem rennur til stofnunarinnar.
Hver verður að dæma fyrir sig hvort kenningar Arnar Þórs um „djúpríkið“ svokallaða séu á rökum reistar en hann reyndist þó sannspár í þetta skiptið.
Þau mistök áttu sér stað að vísað var í ranga grein í upprunalegri færslu en hlekkurinn hefur verið lagfærður.