Blaðamaður Nútímans er í beinu sambandi við fólk á hamfarasvæðunum í Valencia héraði á Spáni og þar eru rigningar hafnar að nýju með tilheyrandi þrumum og eldingum.
Björgunarstarfi er ekki lokið og er enn verið að finna látið fólk og því miður er búist við að mun fleiri eigi eftir að finnast.
Miklar rigningar eru hafnar á suð-austur hluta Spánar og er veðrið enn verra en búist var við á sumum svæðum.
Viðvaranir hafa verið senda á þessum svæðum þar sem fólk er beðið að halda sig innandyra og eru rauðar og appelsínugular viðvaranir virkar.
Íslendingar á Spáni hafa sent tilkynningu til samlanda sinna þar sem þeir eru beðnir um að fara varlega og vera ekki á ferðinni að óþörfu.
Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja
Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir á Spáni í áratugi en búist er við að jarðvegurinn, sem enn er blautur, geti illa tekið við vatni og því er erfitt að spá fyrir hversu slæmu er von á í þetta skiptið.
Tugir þúsundir hermanna eru að störfum við að aðstoða fólk á svæðinu og er verið að safna fyrir fólk um allt landið.
Íslendingarnir á Spáni hafa ekki látið sitt eftir liggja og munu standa fyrir viðburði þar sem fólk mun safnast saman í verslunarferð og kaupa vistir fyrir þurfandi og þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta haft samband hér.
Björgunarstarf gengur erfiðlega
Því miður eru ennþá svæði eins og þessi bílakjallari þar sem búist er við að fólk muni finnast látið en þó nokkrir eru sagðir hafa reynt að flýja í bíla sína sem voru neðanjarðar þegar flóðið skall á.
Þá fannst kona á lífi í bíl sínum þar sem hún var grafin undir jarðvegi og gat sig hvergi hreyft en þrátt fyrir ástand sitt var hún björguninni fegin.
Nútíminn hvetur alla sem eru á svæðinu til að leggja sitt af mörkum í söfnuninni og að fylgja fyrirmælum yfirvalda og tryggja eigið öryggi fyrst og fremst.