Auglýsing

Leðju kastað í Spánarkonung í heimsókn hans á hamfarasvæðin – Kallaður morðingi

Íbúar í bænum Paiporta í Valencia héraði grýttu aur og leðju í Felipe Spánarkonung, Letiziu drottningu og Pedro Sanchez forsætisráðherra í opinberri heimsókn þeirra í bæinn.

Ástæðan fyrir þessum viðbrögðum bæjarbúa eru margþætt en Paiporta er sá bær sem verst var úti í hamförunum en 60 manns eru látnir í bænum og þúsundir urðu illa úti í hamförunum en einungis um 30.000 búa í bænum.

Reiði bæjarbúa er þó vegna þess að yfirvöld eru sögð hafa brugðist fólki á svæðinu algjörlega en viðvaranir voru ekki senda út fyrr en átta klukkustundum eftir að fyrstu flóð voru tilkynnt á svæðinu og rúmum 10 klukkustundum eftir að spænska veðurstofan varaði við mikilli flóðahættu á svæðinu.

Það er því ljóst að yfirvöld brugðust alltof seint við og hægt hefði verið að koma í veg fyrir mikinn hluta dauðsfalla í héraðinu.

Flóðavarnir fjarlægðar í nafni umhverfisáhrifa

Það er samt ekki eina ástæða fyrir mikilli reiði í garð yfirvalda en aðgerðir sem yfirvöld hafa staðið fyrir eru sagðar hafa átt þátt í að gera flóðin jafn slæm og raun varð.

Spánn leiðir Evrópu alla í verkefni sem kallað er Project 2030 og er partur af hinum umdeilda European Green Deal eða umhverfisátaki Evrópusambandsins en þessi tiltekni liður heitir European Union Biodiversity Strategy for 2030.

Liðurinn snýst um að fjarlægja allt að eina og hálfa milljón stíflur í evrópskum ám og vötnum til að auðvelda lífríki í ám og vötnum að dafna.

Spánn hefur fjarlægt langflestar stíflur af öllum löndum Evrópu og árið 2021 fjarlægði Spánn 108 af þeim 239 stíflum sem fjarlægðar voru í allri Evrópu það ár.

Spánn fjarlægði 108 stíflur árið 2021 og margar hafa verið fjarlægðar síðan

Fjölmargar af þessum stíflum voru af flóðasvæðunum og eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er um að ræða umtalsverðan fjölda.

Bláu punktarnir sýna stíflur og flóðavarnir sem fjarlægðar voru af flóðasvæðunum í Valencia

Búið að vara við mögulegum afleiðingum

Varað var við að afleiðingar þess að fjarlægja svo margar stíflur á stuttum tíma gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Fræðimenn víða um heim hafa verið duglegir að kenna loftslagsbreytingum um flóðin en hafa hvergi minnst á þann möguleika að sú staðreynd að svo margar stíflur á svæðinu hafi verið fjarlægðar gæti spilað stóra rullu en sumar af stíflunum voru hannað með það í huga að koma í veg fyrir flóð inn á ákveðin svæði.

Til að bæta svo gráu ofan á svart kröfðust vinnuveitendur þess að starfsfólk mætti til vinnu vegna þess að yfirvöld á svæðinu höfðu ekki enn gefið út aðvörun um að slíkt þætti ekki öruggt en eins og áður sagði, kom sú viðvörun í formi smáskilaboða ekki fyrr en 10 klukkustundum eftir aðvörun spænsku veðurstofunnar.

Gífurlegt magn af vatni féll til jarðar en magnið sem féll þennan örlagaríka dag samsvarar rúmlega ársúrkomu á svæðinu.

Ólýsanleg reiði og sorg á svæðinu

Reiði bæjarbúa er því vel skiljanleg en yfirvöld virðast hafa brugðist á allan hátt, búið var að vara við mögulegum afleiðingum þess að fjarlægja flóðavarnir af svæðinu og ef fólk hefði fengið að vera heima er ljóst að hægt hefði verið að koma í veg fyrir stóran hluta þeirra dauðsfalla sem urðu í flóðunum.

Fyrir neðan má svo sjá æstan múginn gera aðsúg að Spánarkonungi og konu hans sem og forsætisráðherranum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing