Félagsstofnun stúdenta, FS, hefur tilkynnt foreldrum barna á leikskólanum Mánagarði að þau geti tilkynnt mál sín og veikdini barna sinna vegna E. coli sýkingar til Sjóvá. Þetta kemur fram í tölvupósti frá FS til foreldra barna á leikskólanum og Vísir greinir frá.
Líkt og fjölmiðlar greindu frá í síðustu viku var það niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að það hefði vrrið frá sýktu hakki sem keypt var frá Kjarnafæði og að það hefði svo ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi leikskólans.
Harma mistökin
„FS harmar þau mistök og vill enn og aftur ítreka að hugur FS er hjá þeim börnum sem veiktust, foreldrum og öllum aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk okkar að þau börn sem eru enn að berjast við sýkinguna hressist sem fyrst og nái fullum bata,“ segir í póstinum sem sendur var á foreldra.
Í vikunni var eitt barn á gjörgæslu í öndunarvél en alls veiktust allt ap 45 börn á leikskólanum. Börnin fá nú tilbúin mat frá Skólamat en áður var hann undirbúinn á staðnum.
Varðandi bótarétt foreldra kemur fram eftirfarandi í tölvupóstinum:
Ykkur er vinsamlega bent á að tilkynna mál ykkar barna beint á vefsíðu Sjóvá, bæði til þess að tryggja bótarétt barnsins ef langvinnar afleiðingar verða af sýkingunni og til þess að sækja bætur vegna tekjutaps eða kostnaðar sem kann að hljótast af veikindunum.“