Tveir einstkaklingar voru handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þeir eru grunaðir um innbrot í fyrirtæki í vesturbæ Reykjavíkur. Voru þeir teknir fastir, handjárnaðir og geymdir í fangageymslu embættisins í þágu rannsóknar málsins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins en um er að ræða verkefni embættisins sem ná frá 17:00 í gær og þar til 05:00 í morgun.
Alls eru 33 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes
Ökumaður kærður fyrir að aka án þess að vera með tendruð aðalljós. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Ökumaður kærður fyrir akstur án gildra ökuréttinda. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Tveir aðilar handteknir grunaðir um innbrot í fyrirtæki í hverfi 107. Vistaðir í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Reyndist annar einnig sviptur ökuréttindum. Afgreitt samkvæmt venju.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tilkynnt um hópslagsmál í hverfi 109. Einn aðili fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær
Tilkynnt um innbrot í heimahús í hverfi 112. Málið í rannsókn.