Auglýsing

Lilja Alfreðsdóttir hefur aldrei náð Borgarlínunni: „Ég hef reynt að setja mig inn í þetta, ég bara næ þessu ekki alveg“

„Á ég að vera með svona smá játningu hérna? Veistu ég bara næ henni ekki alveg og hef aldrei náð henni alveg. Ég veit ekki hvort þetta verður aðalfréttin úr þessu viðtali,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Lilja er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún segir alveg skýrt í sínum huga að Ísland eigi halda sig utan Evrópusambandsins og að Framsóknarflokkurinn gæti ekki samþykkt ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingu og Viðreisn ef aðild að ESB væri þar á dagskrá. Hún telur aðal verkefni næstu ríkisstjórnar vera að lækka fjármagnskostnað og ná þannig fram betri stöðugleika í efnahagsmálum og segir ríkið vel geta skorið niður og fækkað starfsmönnum. Lilja segist þurfa játa að hún hreinlega skilji ekki alveg hugmyndir stjórnmálamanna sem tala um Borgarlínu sem lausn í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

„Stjórnmálamenn í Reykjavíkurborg og víðar en samt svo bara einbeittir á að þetta verði að vera þrátt fyrir alla ágallana á hugmyndinni og í raun og veru til dæmis tækniframfarir eru þannig að það eru allar líkur á því að þegar borgarlínan verður vígð þá mæta allir til að klippa á borðann á sjálfkeyrandi rafmagnsbílum,“ segir Frosti sem er greinilega ekki mikill stuðningsmaður umræddrar línu.

Nær betur utan um þjóðarbúið en Borgaralínuna

„Ég bara viðurkenni það að það er kannski líka við mig sjálfa að sakast að ég einhvern veginn að ég nær betur utan um viðskiptajöfnuð þjóðarbúsins en borgarlínuna,“ segir Lilja og Frosti spyr hana þá beint:

„Þannig er með öðrum orðum þá finnst þér þetta ekki rosalega góð hugmynd?“

„Svo ég segi alveg eins og er. Ég bý í Bústaðahverfinu og við erum með tvö börn og þau eru í tómstundum bara eins og mikið af börnum og það er bara að vera í umferðinni, á ákveðnu tímabili, er bara mjög mikið álag. Svo er manni sagt að borgarlínan einhvern veginn muni greiða fyrir þessu öllu. En ég á einhvern veginn eftir að sjá eða vegna þess að þú ert með þrjú börn og ætlar að fara í borgarlínuna til að fara með krakkana á æfingu hjá Fram eða Víking, sem er aðeins lengra, eða í tónlistarskólann eða eitthvað á þessum álagstíma en kannski þarf bara Einar að setjast niður með mér og fleiri og fara yfir þetta,“ segir Lilja.

„Ég segi það nákvæmlega sama. Í morgun fór ég að keyra konuna mína í vinnuna upp í Garðabæ og mig hryllir við því upp í Garðabæ að ég sé bara hinum megin við línuna er bara alger stífla – bíll við bíl. Þegar ég sný við til að fara aftur til Reykjavíkur að þá lendi ég bara í þessari, ég veit ekki hvað ég var lengi – hálftíma, þennan örstuttan spöl og ég hugsa á sama tíma að þegar borgarlínan kemur þá mun hún ekki leysa neitt, alls ekki neitt. Vegna þess að þú ert aldrei að fara selja mér það að Hafnfirðingar og Garðbæingar og Kópavogsbúar séu að fara að flykkjast í borgarlínuna til að fara í vinnuna til Reykjavíkur. Þetta gengur ekki upp.“

Við sjá framkvæmdir en veit ekki með línuna

„Vonandi höfum við rangt fyrir okkur. Þetta er eitt af þessum málum. Ég hef reynt að setja mig inn í þetta, ég bara næ þessu ekki alveg, en það kann að vera að ég sé bara ekki búin að setja mig nógu vel inn í þetta en ég vil auðvitað sjá líka bara samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til að liðka fyrir umferð, hafandi sagt það. En ég er hins vegar mjög ánægð með – mér finnst yndislegt að hjóla og ég er mjög dugleg að hjóla og hreyfa mig og ég labba þessum göngustíga okkar eins og engin sé morgundagurinn – ég er mjög ánægð með það. En ég mun ekki geta sett bæði börnin mín á hjólið og farið með þau svo að ég sé svona bara praktísk. En ég er bara svolítið þarna, ég bara viðurkenni það og getur vel verið að það verði mjög margir ósáttir við þessi ummæli mín um borgarlína. Ég bara á eftir að sjá þetta einhvern veginn alveg fyrir mér og ég bara ítreka það kannski. Ég þarf kannski að kynna mér málið betur.“

Virkilega áhugavert viðtal í aðdraganda kosninga en hægt er að sjá lítið brot úr viðtalinu hér fyrir neðan. Ef þú vilt horfa á það eða hlusta í fullri lengd þá getur þú gert það með áskrift að hlaðvarpsveitu Brotkast sem opnar dyrnar að fjölda annarra þátta sem þú gætir haft áhuga á. Kíktu á úrvalið með því að smella hér!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing