Auglýsing

Handtekinn þegar hann neitaði að gefa upp persónuupplýsingar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt eða að minnsta kosti voru fjórir aðilar handteknir vegna ráns af laganna vörðum sem starfa á lögreglustöð númer tvö en hún nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Samkvæmt dagbók embættisins var nokkrum sleppt eftir skamma stund og er málið sagt í rannsókn.

Þá var aðili handtekinn þar sem hann neitaði að gefa upp nafn sitt þegar lögregla hafði eftirlit með ólöglegri starfsemi. Aðilinn laus eftir viðræður þar sem hann svo gaf upp persónuupplýsingar.

Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ágreiningur var milli ökumanna um málsatvik. Lögregla fór á staðinn og verður skýrsla rituð um málið.

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Laus eftir hefðbundið ferli.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing