„Við hugmyndir Samfylkingar um aukna skattheimtu miðað við hugmyndir um aukinn veiðigjöld og svo framvegis og þetta dregur auðvitað úr mætti hagkerfisins og þannig úr ráðstöfunarfé heimilanna. Þannig að maður spyr sig hvað varðar Samfylkinguna. Jú, jú, nú er komin aðili sem er svo sannarlega ekki Steingrímur joð eða Jóhanna sem ætlar að leiða ríkisstjórn væntanlega vinstri manna sem Kristrún og hún er menntaður hagfræðingur. Hún er ekki jafn róttæk til vinstri og þau eru er þannig að það getur vel verið að hún fari betur með fé almennings, fé annarra,“ segir Heiðar Guðjónsson fjárfestir sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni.
Hann sér ekki fram á bjarta framtíð með blóm í haga fari svo að Samfylkingin fái að leiða næstu ríkisstjórn. Hann telur einsýnt að stefna Kristrúnar Frostadóttur í efnahagsmálum muni draga úr mætti hagkerfisins og þannig úr ráðstöfunartekjum heimilanna. Hann varar við vinstri sinnuðum stjórnlyndum hagfræðingum sem vilja skipuleggja hagkerfi þjóðríkja eftir geðþótta. Í þessu viðtali ræðir Heiðar einnig um kjör Donald Trump og áhrifin sem hann gæti haft á þróun heimsmála, hnignun Evrópusambandsins og stöðu Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.
Hagfræðingar geta verið gjöreyðingarvopn
„Stjórnlyndir hagfræðingar eru stórhættulegir. Það eru þeir sem ætla að skipuleggja hagkerfið, ekki út frá reglum heldur út frá geðþótta. Þeir ætla að velja fyrir hönd fólks. Þeir ætla að taka sjálfsákvörðunarréttinn af fyrirtækjum – af einstaklingum. Þannig að hagfræðingar geta sannarlega verið gjöreyðingarvopn, en þeir geta líka verið mjög góðir,“ segir Heiðar og bætir við:
„Ég hef alltaf mjög mikla fyrirvara á vinstri sinnuðum hagfræðingum vegna hins að þeir geta valdið alveg ómældan skaða menn með því bara að ofmeta sjálfa sig að þeir eru svo klárir svo upplýstir. Þeir eiga bara stjórna. En það er engin ein manneskja hversu gáfuð sem svo hún er sem getur bara ein og sér stjórnað. Þess vegna er til eitthvað sem heitir kapítalískt kerfi þar sem er lýðræði og kapítalismi fara saman að þá ertu með hver stjórnar út frá eigin forsendum hverju sinni, hver einn og einasti í kerfinu og það er alla býr til miklu meiri velmegun og réttlátara samfélag.“
Jöfn tækifæri, ekki útkoma
„Þessi hugmynd um að skattkerfið að öðrum þræði jöfnunartæki. Kristrún, talar með þeim hætti. Er eitthvað til í því?“ spyr Frosti
„Já, ég meina ef þú vilt endilega jafna útkomuna en lönd sem hafa reynt að jafna útkomna gera það að verkum að það er jafnað við lægsta samnefnar þannig að lífsskörin hrynja. eynt var að hrynja miklu, það er miklu betraað við höfum allavega jöfn tækifæri til að blómstra. Þeir fá auðvitað eru ekki allir jafn góður í öllu en að allir fái að minnsta kosti tækifæri til að blómstra. Hvernig þeir síðan vinna úr sínum tækifærum. Þú þarft svolítið að bera ábyrgð á því. Það er ekki hægt að kasta þeirri ábyrgð á alla aðra. Þess vegna hef ég ekki trú á jafnri útkomu en ég hef trú á því að reyna að jafna tækifærin“