Auglýsing

Hópur réðst á tvo einstaklinga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í gær þegar hópur réðist á tvo einstaklinga. Ekki fylgir dagbókarfærslunni hvort flytja hafi þurft aðila á bráðamóttöku Landspítalans en málið er sagt í rannsókn. Þetta gerðist á vaktinni sem náði frá 17:00 í gær og þar til 05:00 í morgun.

Önnur verkefni voru eftirfarandi og skipt niður eftir hverfum:

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur sviptur ökuréttindum en sá hefur ítrekað verið stöðvaður fyrir sama brotið.

Ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en hann ók á 114 km/klst þar sem hámarkshraði er 60 km/klst.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Laus eftir hefðbundið ferli.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Tilkynnt um rúðubrot þar sem rúða í strætisvagni var brotin.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar þar sem ráðist var á tvo einstaklinga. Talið er að árásaraðilar hafi verið nokkrir og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing