Auglýsing

Bjarni Ben er bjartsýnn á að flokkurinn stækki og bæti við sig fylgi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætti í Spjallið til Frosta Logasonar þar sem þeir ræddu meðal annars stöðu Sjálfstæðisflokksins í dag, samkvæmt nýjum skoðanakönnunum.

„Fylgið er mjög sundrað og margir sem eiga eftir að gera upp hug sinn. En við höfum mælst betur en við gerum núna en ég held reyndar að mikilvægasti tíminn sé framundan, fram að kosningum, síðustu tvær til þrjár vikurnar, það er stóri tíminn í kosningum í dag,“ sagði Bjarni.

Aðspurður um hvort Bjarni sé bjartsýnn um að Sjálfstæðisflokkurinn muni ná að vinna þetta upp fyrir kjördag, segir Bjarni:

„Ég er ágætlega bjartsýnn á að við stækkum og bætum við okkur, en hvar við nákvæmlega endum þegar upp er staðið er ekki gott að segja.“

Frosti fer með Bjarna um víðan völl í viðtalinu og nú er hægt að horfa á þáttinn í fullri lengd á Youtube rás Brotkasts.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing