Yfirvöld handtóku mann í Perú eftir að upp komst að hann hafði hundruði tarantúla bundnar utan á líkama sinn og var að reyna að komast með þær útúr landinu. Öryggisverðir á Jorge Chavez alþjóðaflugvellinum í Lima stöðvuðu þennan meinta smyglara, 28 ára gamlan mann frá Suður-Kóreu, en hann var stoppaður því verðirnir tóku eftir að hann var með eitthvað innan klæða.
Maðurinn, sem ekki var nafngreindur, var beðinn um að lyfta skyrtunni og í ljós komu tvö belti sem höfðu verið prýdd felulitum pokum og pökkum sem innihéldu tarantúlur og önnur skordýr. Sérfræðingar hjá ríkisstofnuninni komust að því að maðurinn var með 35 fullorðnar tarantúlur, 285 unga tarantúlur, 110 margfætlur og níu skotmaura innanklæða.
Fullorðnu tarantúlurnar eru á stærð við hönd og voru þær í plastboxum en litlu tarantúlurnar voru í litlum hylkjum.
Öll dýrin eru frá Perú og tarantúlurnar eru á lista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt Walter Silva sem er dýralífssérfræðingur hjá SERFOR.